Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 12. september 2025 15:30 Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun