Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. september 2025 06:32 Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun