Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 11:51 Svipmyndir frá þingsetningu af nokkrum þeirra þingmanna sem taka sæti í nýjum nefndum. Þá kemur Sigurður Örn inn sem varamaður og Ingvar Þóroddsson er mættur aftur í hlutverki 2. varaforseta þingsins. Vísir/Anton Brink Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins. Grímur tilkynnti um afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis 2. september en um er að ræða formsatriði þar sem Grímur tók sæti Ingvars Þóroddssonar flokksbróður síns í nefndinni í vor þegar Ingvar fór í leyfi til að sækja áfengismeðferð. Ingvar sneri aftur til starfa í sumar og gegnir þannig áfram hlutverki 2. varaforseta þingsins. Tilkynnt var einnig um tvo varamenn sem taka sæti á þingi. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir tekur sæti fyrir Rögnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar sem er í fæðingarorlofi og Sigurður Örn Hilmarsson kemur inn sem varamaður fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi vegna náms í Bandaríkjunum. Sigurþóra og Sigurður hafa bæði tekið sæti á þingi áður. Hringekja hjá Sjálfstæðismönnum Breytingarnar sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir á nefndarskipan sinna þingmanna eru meðal annars þær að Guðrún Hafsteinsdóttir verður aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Njáls Trausta Friðbertssonar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í leyfi og tekur því varamaður hennar, Sigurður Örn Hilmarsson, sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Guðrúnar sem þar var fyrir á fleti. Þá tekur Hildur Sverrisdóttir sæti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd og Njáll Trausti tekur sæti sem varamaður í stað Áslaugar Örnu í sömu nefnd. Njáll Trausti tekur jafnframt sæti sem aðalmaður í stað Áslaugar Örnu í fjárlaganefnd og Hildur Sverris verður varamaður í nefndinni. Varamaður Áslaugar tekur einnig sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Njáls Trausta sem á móti verður aðalmaður í framtíðarnefnd í stað Áslaugar. María, Ingvar, Jón og Grímur skiptast á sætum Við skipan nefndarsæta sem falla í hlut Viðreisnar eru helstu breytingar þær að Ingvar Þóroddsson verður aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Maríu Rutar Kristinsdóttur, en hún verði varamaður í nefndinni í stað Ingvars. María Rut verður hins vegar aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Ingvar var áður aðalmaður. Loks verður Grímur Grímsson aðalmaður í velferðarnefnd í stað Jóns Gnarr en Jón tekur á móti sæti Gríms í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Grímur tilkynnti um afsögn sína með bréfi til forseta Alþingis 2. september en um er að ræða formsatriði þar sem Grímur tók sæti Ingvars Þóroddssonar flokksbróður síns í nefndinni í vor þegar Ingvar fór í leyfi til að sækja áfengismeðferð. Ingvar sneri aftur til starfa í sumar og gegnir þannig áfram hlutverki 2. varaforseta þingsins. Tilkynnt var einnig um tvo varamenn sem taka sæti á þingi. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir tekur sæti fyrir Rögnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar sem er í fæðingarorlofi og Sigurður Örn Hilmarsson kemur inn sem varamaður fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem er í leyfi vegna náms í Bandaríkjunum. Sigurþóra og Sigurður hafa bæði tekið sæti á þingi áður. Hringekja hjá Sjálfstæðismönnum Breytingarnar sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir á nefndarskipan sinna þingmanna eru meðal annars þær að Guðrún Hafsteinsdóttir verður aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Njáls Trausta Friðbertssonar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í leyfi og tekur því varamaður hennar, Sigurður Örn Hilmarsson, sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Guðrúnar sem þar var fyrir á fleti. Þá tekur Hildur Sverrisdóttir sæti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sem aðalmaður í efnahags- og viðskiptanefnd og Njáll Trausti tekur sæti sem varamaður í stað Áslaugar Örnu í sömu nefnd. Njáll Trausti tekur jafnframt sæti sem aðalmaður í stað Áslaugar Örnu í fjárlaganefnd og Hildur Sverris verður varamaður í nefndinni. Varamaður Áslaugar tekur einnig sæti sem aðalmaður í velferðarnefnd í stað Njáls Trausta sem á móti verður aðalmaður í framtíðarnefnd í stað Áslaugar. María, Ingvar, Jón og Grímur skiptast á sætum Við skipan nefndarsæta sem falla í hlut Viðreisnar eru helstu breytingar þær að Ingvar Þóroddsson verður aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Maríu Rutar Kristinsdóttur, en hún verði varamaður í nefndinni í stað Ingvars. María Rut verður hins vegar aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Ingvar var áður aðalmaður. Loks verður Grímur Grímsson aðalmaður í velferðarnefnd í stað Jóns Gnarr en Jón tekur á móti sæti Gríms í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira