Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. september 2025 11:33 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún. Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún.
Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira