Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2025 17:41 Francois Bayrou í pontu á þingi í dag. AP/Christophe Ena François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025 Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025
Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30
Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56
Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47