Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2025 14:06 Franski forsætisráðherrann Francois Bayrou bjó sig undir að mæta örlögum sínum með lokaákalli til stjórnarandstöðunnar um að styddi aðgerðir til þess að ná tökum á ríkisrekstrinum. AP/Christophe Ena Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, reyndi að sannfæra stjórnarandstöðuna um nauðsyn þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins áður en þingið greiðir atkvæði um að setja hann af í dag. Aðgerðir Bayrou í þessum efnum eru ein helsta ástæða þess að stjórnarandstaðan býr sig undir að sparka honum úr embætti. Fastlega er gert ráð fyrir að Bayrou tapi atkvæðagreiðslu í þinginu um vantraust sem fer að líkindum fram í kvöld. Boðað var til sérstaks aukaþingfundar í miðju sumarleyfi þingmanna til þess að halda atkvæðagreiðsluna. Áður en til hennar kom ávarpaði forsætisráðherrann þingheim og reyndi enn einu sinni að færa rök fyrir aðgerðunum í ríkisfjármálum sem hann telur nauðsynlegar ef Frakkland á ekki að lenda upp á náð og miskunn lánadrottna og velferðarkerfinu verði ógnað. „Landið okkar vinnur, heldur að það sé að verða ríkara en það er að verða fátækara,“ sagði Bayrou sem var ítrekað truflaður með frammíköllum þingmanna. Verði Bayrou felldur í atkvæðagreiðslunni, sem hann boðaði sjálfur til í sumar, yrði hann þriðji forsætisráðherrann sem hrökklast úr embætti á einu ári frá kosningum sem Emmanuel Macron forseti boðaði óvænt til í fyrra. Á undan Bayrou stýrðu Gabriel Attal og Michel Barnier minnihlutastjórn. Barnier varð skammsetnasti forsætisráðherra í sögu franska lýðveldisins þegar hann var settur af í desember. Bayrou hefur furðað sig á hvað stjórnarandstöðunni, bæði af ysta hægri og vinstri væng franskra stjórnmála, gangi til með því að fella sig. „Hvernig er tilgangurinn með því að fella ríkisstjórnina? Þessum stjórnmálahópum sem kemur ekki aðeins ekki saman um neitt heldur, það sem verra er, há borgarastríð gegn hver öðrum fyrir allra augum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali á dögunum. Frakkland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir að Bayrou tapi atkvæðagreiðslu í þinginu um vantraust sem fer að líkindum fram í kvöld. Boðað var til sérstaks aukaþingfundar í miðju sumarleyfi þingmanna til þess að halda atkvæðagreiðsluna. Áður en til hennar kom ávarpaði forsætisráðherrann þingheim og reyndi enn einu sinni að færa rök fyrir aðgerðunum í ríkisfjármálum sem hann telur nauðsynlegar ef Frakkland á ekki að lenda upp á náð og miskunn lánadrottna og velferðarkerfinu verði ógnað. „Landið okkar vinnur, heldur að það sé að verða ríkara en það er að verða fátækara,“ sagði Bayrou sem var ítrekað truflaður með frammíköllum þingmanna. Verði Bayrou felldur í atkvæðagreiðslunni, sem hann boðaði sjálfur til í sumar, yrði hann þriðji forsætisráðherrann sem hrökklast úr embætti á einu ári frá kosningum sem Emmanuel Macron forseti boðaði óvænt til í fyrra. Á undan Bayrou stýrðu Gabriel Attal og Michel Barnier minnihlutastjórn. Barnier varð skammsetnasti forsætisráðherra í sögu franska lýðveldisins þegar hann var settur af í desember. Bayrou hefur furðað sig á hvað stjórnarandstöðunni, bæði af ysta hægri og vinstri væng franskra stjórnmála, gangi til með því að fella sig. „Hvernig er tilgangurinn með því að fella ríkisstjórnina? Þessum stjórnmálahópum sem kemur ekki aðeins ekki saman um neitt heldur, það sem verra er, há borgarastríð gegn hver öðrum fyrir allra augum,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali á dögunum.
Frakkland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira