Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 11:40 Litlir skrímslabangsar eru það allra vinsælasta hjá ungu kynslóðinni í dag. Getty/Visir Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. „Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður. Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
„Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður.
Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira