Viðskipti innlent

Húrra opnar þriðju verslunina á höfuð­borgar­svæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Húrra í Smáralind.
Verslun Húrra í Smáralind.

Húrra Reykjavík hefur opnað nýja verslun í Smáralind í Kópavogi og verður því með þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu – á Hverfisgötu 18a, í Kringlunni og Smáralind.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Húrra. 

Haft er eftir Marteini Högna, framkvæmdastjóra Húrra Reykjavík, að þau séu spennt að stíga þetta næsta skref með Smáralind. „Þar standa nú yfir miklar breytingar, meðal annars með tilkomu nýs veitingasvæðis sem mun bæta upplifunina í húsinu. Þá hefur einnig verið mikil uppbygging í kringum Smáralind og íbúum fjölgað á undanförnum árum, sem gerir staðsetninguna enn mikilvægari fyrir okkur,“ segir Marteinn Högni.

Í tilkynningunni segir að verslunin verði staðsett á 2. hæð Smáralindar og sé hönnuð af Haf Studio í samstarfi við Húrra. „Þar verður áfram boðið upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra vörumerkja sem ekki eru fáanleg annars staðar á Íslandi. Meðal þeirra eru Stone Island, Norse Projects, Brutta Golf, Sporty & Rich, Won Hundred og fjölbreytt úrval skófatnaðar frá Adidas, Nike, New Balance, Salomon og Birkenstock.

Með nýrri staðsetningu í Smáralind verður Húrra aðgengilegra fyrir stærri hóp viðskiptavina og tekur þátt í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað í stærstu verslunarmiðstöð landsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×