Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2025 07:14 Guðrún Björk Kristmundsdóttir tók á sínum tíma við rekstrinum af föður sínum, Kristmundi Elí Jónssyni. Vísir/Vilhelm Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, er látin, 63 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun en Guðrún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrsta dag septembermánaðar eftir erfið veikindi. Guðrún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1962 og þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson. Guðrún stýrði Bæjarins bestu pylsum um margra ára skeið en það var afi hennar, Jón Sveinsson, sem var meðal þeirra sem hófu rekstur Bæjarins beztu árið 1937. Kristmundur, faðir Guðrúnar, tók svo við rekstrinum af föður sínum um stýrði fyrirtækinu í áratugi. Í tíð Guðrúnar sem framkvæmdastjóri stækkaði Bæjarins beztu mikið og hefur sölustöðum fjölgað á síðustu árum. Eru sölustaðirnir nú tólf talsins að því er segir á heimasíðu Bæjarins beztu. Baldur Ingi, sonur Guðrúnar og Halldórs Garðars Björnssonar, fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, hefur tekið við rekstrinum svo um er að ræða fjórðu kynslóðina sem stýrir fyrirtækinu. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Guðrún hafi alla tíð verið mikill Vesturbæingur og tryggur KR-ingur. Bæjarins beztu hefur um áratugaskeið verið helsti bakhjarl körfuboltadeildar KR sem Guðrún stýrði um tíma sem formaður. Þá hefur hún setið í aðalstjórn KR um árabil og í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Frá unga aldri stundaði Guðrún laxveiðar af ákefð og þá helst í Grímsá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan þekkti vel til. Guðrún lætur eftir sig soninn Baldur Inga, sambýlismanninn Jónas Björn Björnsson, tvö stjúpbörn, Guðjón og Helgu Björgu, og þrjú barnabörn. Andlát Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun en Guðrún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrsta dag septembermánaðar eftir erfið veikindi. Guðrún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1962 og þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson. Guðrún stýrði Bæjarins bestu pylsum um margra ára skeið en það var afi hennar, Jón Sveinsson, sem var meðal þeirra sem hófu rekstur Bæjarins beztu árið 1937. Kristmundur, faðir Guðrúnar, tók svo við rekstrinum af föður sínum um stýrði fyrirtækinu í áratugi. Í tíð Guðrúnar sem framkvæmdastjóri stækkaði Bæjarins beztu mikið og hefur sölustöðum fjölgað á síðustu árum. Eru sölustaðirnir nú tólf talsins að því er segir á heimasíðu Bæjarins beztu. Baldur Ingi, sonur Guðrúnar og Halldórs Garðars Björnssonar, fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, hefur tekið við rekstrinum svo um er að ræða fjórðu kynslóðina sem stýrir fyrirtækinu. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Guðrún hafi alla tíð verið mikill Vesturbæingur og tryggur KR-ingur. Bæjarins beztu hefur um áratugaskeið verið helsti bakhjarl körfuboltadeildar KR sem Guðrún stýrði um tíma sem formaður. Þá hefur hún setið í aðalstjórn KR um árabil og í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Frá unga aldri stundaði Guðrún laxveiðar af ákefð og þá helst í Grímsá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan þekkti vel til. Guðrún lætur eftir sig soninn Baldur Inga, sambýlismanninn Jónas Björn Björnsson, tvö stjúpbörn, Guðjón og Helgu Björgu, og þrjú barnabörn.
Andlát Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50