Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2025 07:14 Guðrún Björk Kristmundsdóttir tók á sínum tíma við rekstrinum af föður sínum, Kristmundi Elí Jónssyni. Vísir/Vilhelm Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, er látin, 63 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun en Guðrún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrsta dag septembermánaðar eftir erfið veikindi. Guðrún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1962 og þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson. Guðrún stýrði Bæjarins bestu pylsum um margra ára skeið en það var afi hennar, Jón Sveinsson, sem var meðal þeirra sem hófu rekstur Bæjarins beztu árið 1937. Kristmundur, faðir Guðrúnar, tók svo við rekstrinum af föður sínum um stýrði fyrirtækinu í áratugi. Í tíð Guðrúnar sem framkvæmdastjóri stækkaði Bæjarins beztu mikið og hefur sölustöðum fjölgað á síðustu árum. Eru sölustaðirnir nú tólf talsins að því er segir á heimasíðu Bæjarins beztu. Baldur Ingi, sonur Guðrúnar og Halldórs Garðars Björnssonar, fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, hefur tekið við rekstrinum svo um er að ræða fjórðu kynslóðina sem stýrir fyrirtækinu. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Guðrún hafi alla tíð verið mikill Vesturbæingur og tryggur KR-ingur. Bæjarins beztu hefur um áratugaskeið verið helsti bakhjarl körfuboltadeildar KR sem Guðrún stýrði um tíma sem formaður. Þá hefur hún setið í aðalstjórn KR um árabil og í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Frá unga aldri stundaði Guðrún laxveiðar af ákefð og þá helst í Grímsá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan þekkti vel til. Guðrún lætur eftir sig soninn Baldur Inga, sambýlismanninn Jónas Björn Björnsson, tvö stjúpbörn, Guðjón og Helgu Björgu, og þrjú barnabörn. Andlát Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun en Guðrún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fyrsta dag septembermánaðar eftir erfið veikindi. Guðrún fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1962 og þriðja í röð fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Sigríður Júlíusdóttir og Kristmundur Elí Jónsson. Guðrún stýrði Bæjarins bestu pylsum um margra ára skeið en það var afi hennar, Jón Sveinsson, sem var meðal þeirra sem hófu rekstur Bæjarins beztu árið 1937. Kristmundur, faðir Guðrúnar, tók svo við rekstrinum af föður sínum um stýrði fyrirtækinu í áratugi. Í tíð Guðrúnar sem framkvæmdastjóri stækkaði Bæjarins beztu mikið og hefur sölustöðum fjölgað á síðustu árum. Eru sölustaðirnir nú tólf talsins að því er segir á heimasíðu Bæjarins beztu. Baldur Ingi, sonur Guðrúnar og Halldórs Garðars Björnssonar, fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, hefur tekið við rekstrinum svo um er að ræða fjórðu kynslóðina sem stýrir fyrirtækinu. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að Guðrún hafi alla tíð verið mikill Vesturbæingur og tryggur KR-ingur. Bæjarins beztu hefur um áratugaskeið verið helsti bakhjarl körfuboltadeildar KR sem Guðrún stýrði um tíma sem formaður. Þá hefur hún setið í aðalstjórn KR um árabil og í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Frá unga aldri stundaði Guðrún laxveiðar af ákefð og þá helst í Grímsá í Borgarfirði þar sem fjölskyldan þekkti vel til. Guðrún lætur eftir sig soninn Baldur Inga, sambýlismanninn Jónas Björn Björnsson, tvö stjúpbörn, Guðjón og Helgu Björgu, og þrjú barnabörn.
Andlát Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Enginn pilsner í pylsusoðinu hjá Bæjarins bestu „Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 14:50