Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 3. september 2025 16:08 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hún hefði til rannsóknar fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafi með því haft umtalsverða fjármuni af fólkinu. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi komið upp í gær. Þá hafi maður, sem var gestkomandi á heimili eldri borgaranna, gripið svikahrappinn glóðvolgan. Brotaþolar sjálfir hafi verið með öllu grunlausir á meðan maðurinn komst yfir fjármuni þeirra. Fyrsta mál sinnar tegundar Guðjón Rúnar segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, sem lögreglu er tilkynnt um. Aftur á móti séu tvö til þrjú sams konar mál til skoðunar og sami maðurinn sé grunaður um aðild að þeim öllum. Rannsókn málanna sé í fullum gangi en á frumstigi. Meðal þess sem sé til skoðunar sé hvort maðurinn hafi hringt á undan sér og boðað komu sína sem starfsmaður Microsoft eða einfaldlega bankað upp. Allir þurfa að vera á varðbergi Guðjón Rúnar segir að lögregla vilji vara við svikum sem þessum sem og hefðbundnari fjársvikum sem framin eru í gegnum síma, þar sem svikahrappar hringja í fólk og þykjast vera starfsmenn Microsoft og annarra stórfyrirtækja. Í tilkynningu lögreglu um málið voru allir hvattir til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minntir á að starfsmenn Microsoft: Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma Þá sagði að hafi fólk orðið fyrir fjársvikum skuli hafa samband við viðskiptabanka sinn tafarlaust, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og safna saman öllum upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is. Lögreglumál Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Netöryggi Eldri borgarar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hún hefði til rannsóknar fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafi með því haft umtalsverða fjármuni af fólkinu. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi komið upp í gær. Þá hafi maður, sem var gestkomandi á heimili eldri borgaranna, gripið svikahrappinn glóðvolgan. Brotaþolar sjálfir hafi verið með öllu grunlausir á meðan maðurinn komst yfir fjármuni þeirra. Fyrsta mál sinnar tegundar Guðjón Rúnar segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, sem lögreglu er tilkynnt um. Aftur á móti séu tvö til þrjú sams konar mál til skoðunar og sami maðurinn sé grunaður um aðild að þeim öllum. Rannsókn málanna sé í fullum gangi en á frumstigi. Meðal þess sem sé til skoðunar sé hvort maðurinn hafi hringt á undan sér og boðað komu sína sem starfsmaður Microsoft eða einfaldlega bankað upp. Allir þurfa að vera á varðbergi Guðjón Rúnar segir að lögregla vilji vara við svikum sem þessum sem og hefðbundnari fjársvikum sem framin eru í gegnum síma, þar sem svikahrappar hringja í fólk og þykjast vera starfsmenn Microsoft og annarra stórfyrirtækja. Í tilkynningu lögreglu um málið voru allir hvattir til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minntir á að starfsmenn Microsoft: Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma Þá sagði að hafi fólk orðið fyrir fjársvikum skuli hafa samband við viðskiptabanka sinn tafarlaust, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og safna saman öllum upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Netöryggi Eldri borgarar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira