Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2025 08:47 Húðlæknir myndi vilja sjá harðari aðgerðir stjórnvalda gegn ljósabekkjanotkun landsmanna. Helst að þeir verði bannaðir. Getty Ljósabekkjanotkun veldur fleiri húðkrabbameinum en sígarettureykingar valda lungnakrabba að sögn Rögnu Hlínar Þorleifsdóttur húðlæknir. Hún vill sjá enn harðari aðgerðir til að sporna gegn vaxandi ljósabekkjanotkun, til dæmis með skattlagningu en helst banni. „Vissulega er þetta ekki jafn algengt og það var, en við húðlæknar og margir í þjóðfélaginu hafa tekið eftir að þetta er á uppleið og sólbrúnka er svolítið komin aftur í tísku, sérstaklega hjá unglingum,“ sagði Ragna sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sumir viðkvæmari en aðrir en ekki gott fyrir neinn Þótt það sé vel kunnugt að ljósabekkjanotkun geti haft hættu í för með sér virðist sem þörf sé á frekari vitundarvakningu og forvörnum að mati Rögnu. Geislarnir sem geri mann sólbrúnan, hvort sem það er með ljósabekkjanotkun eða með því að vera úti í sólinni, valdi DNA-skaða sem safnist upp yfir tíma. „Húðin gleymir engu. Svo bara verður þetta orðið of mikið. Það fer eftir undirliggjandi erfðum og húðtýpu, ef maður er ljós húðtýpa og brennur meira þá færðu mikið meiri skaða sem safnast upp hraðar,“ segir Ragna. Ung húð barna og unglinga sé sérstaklega viðkvæm. Bæti ekki upp D-vítamínskort Hún segir það mýtu sem haldið hefur verið fram að það sé hollt fyrir íbúa á norðurhveli jarðar að fara annað slagið í ljós yfir vetrartímann til að bæta upp fyrir D-vítamín sem annars fengist frá sólinni. Þetta sé ekki rétt að sögn Rögnu enda séu það aðrir geislar sem gefi D-vítamín en þeir sem eru í ljósabekkjum. Ljósabekkirnir valdi fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valdi lungnakrabba. „Það dytti engum í hug að bjóða menntaskólakrakka sígarettu,“ segir Ragna. „en hitt einhvern veginn er ekki nógu mikið í umræðunni.“ Húðkrabbamein séu mun algengari en fólk geri sér grein fyrir. Til eru nokkrar tegundir en af þeim eru sortuæxli langhættulegust, flöguþekjukrabbamein og grunnfrumukrabbamein sem séu mun algengari. „Það er ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður. En mikilvægast er bara að endurskoða sína hegðun, hætta að fara í ljós, nota sólarvörn þegar þú ert í sólarlöndum eða á sumrin á Íslandi og reyna að fyrirbyggja frekari skaða.“ Kallar eftir aðgerðum Tíðni sortuæxla hafi farið niður á við þegar ljósabekkjanotkun var bönnuð 18 ára og yngri árið 2011. Hins vegar telur Ragna að þeim reglum sé ekki fylgt nægilega vel eftir. Þá vill hún helst að gengið verði enn lengra. „Við vitum að forvarnir virka og bann virkar,“ segir Ragna. Til að mynda hafi Ástralar, sem séu heimsmeistarar í húðkrabbameini, bannað ljósabekki. „Helst vildum við náttúrlega bara banna algjörlega ljósabekki eins og sum lönd hafa gert. Það væri náttúrlega langbest.“ Vægari aðgerðir gætu líka borið árangur til þess að hafa áhrif á notkun ljósabekkja. „Okkur datt í hug að það væri kannski sniðugt að skattleggja þessa notkun. Bara alveg eins og áfengi og tóbak er skattlagt, af því við vitum að það dregur úr notkun hjá fólki,“ segir Ragna. Heilbrigðismál Útlit Ljósabekkir Bítið Bylgjan Krabbamein Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
„Vissulega er þetta ekki jafn algengt og það var, en við húðlæknar og margir í þjóðfélaginu hafa tekið eftir að þetta er á uppleið og sólbrúnka er svolítið komin aftur í tísku, sérstaklega hjá unglingum,“ sagði Ragna sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sumir viðkvæmari en aðrir en ekki gott fyrir neinn Þótt það sé vel kunnugt að ljósabekkjanotkun geti haft hættu í för með sér virðist sem þörf sé á frekari vitundarvakningu og forvörnum að mati Rögnu. Geislarnir sem geri mann sólbrúnan, hvort sem það er með ljósabekkjanotkun eða með því að vera úti í sólinni, valdi DNA-skaða sem safnist upp yfir tíma. „Húðin gleymir engu. Svo bara verður þetta orðið of mikið. Það fer eftir undirliggjandi erfðum og húðtýpu, ef maður er ljós húðtýpa og brennur meira þá færðu mikið meiri skaða sem safnast upp hraðar,“ segir Ragna. Ung húð barna og unglinga sé sérstaklega viðkvæm. Bæti ekki upp D-vítamínskort Hún segir það mýtu sem haldið hefur verið fram að það sé hollt fyrir íbúa á norðurhveli jarðar að fara annað slagið í ljós yfir vetrartímann til að bæta upp fyrir D-vítamín sem annars fengist frá sólinni. Þetta sé ekki rétt að sögn Rögnu enda séu það aðrir geislar sem gefi D-vítamín en þeir sem eru í ljósabekkjum. Ljósabekkirnir valdi fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valdi lungnakrabba. „Það dytti engum í hug að bjóða menntaskólakrakka sígarettu,“ segir Ragna. „en hitt einhvern veginn er ekki nógu mikið í umræðunni.“ Húðkrabbamein séu mun algengari en fólk geri sér grein fyrir. Til eru nokkrar tegundir en af þeim eru sortuæxli langhættulegust, flöguþekjukrabbamein og grunnfrumukrabbamein sem séu mun algengari. „Það er ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður. En mikilvægast er bara að endurskoða sína hegðun, hætta að fara í ljós, nota sólarvörn þegar þú ert í sólarlöndum eða á sumrin á Íslandi og reyna að fyrirbyggja frekari skaða.“ Kallar eftir aðgerðum Tíðni sortuæxla hafi farið niður á við þegar ljósabekkjanotkun var bönnuð 18 ára og yngri árið 2011. Hins vegar telur Ragna að þeim reglum sé ekki fylgt nægilega vel eftir. Þá vill hún helst að gengið verði enn lengra. „Við vitum að forvarnir virka og bann virkar,“ segir Ragna. Til að mynda hafi Ástralar, sem séu heimsmeistarar í húðkrabbameini, bannað ljósabekki. „Helst vildum við náttúrlega bara banna algjörlega ljósabekki eins og sum lönd hafa gert. Það væri náttúrlega langbest.“ Vægari aðgerðir gætu líka borið árangur til þess að hafa áhrif á notkun ljósabekkja. „Okkur datt í hug að það væri kannski sniðugt að skattleggja þessa notkun. Bara alveg eins og áfengi og tóbak er skattlagt, af því við vitum að það dregur úr notkun hjá fólki,“ segir Ragna.
Heilbrigðismál Útlit Ljósabekkir Bítið Bylgjan Krabbamein Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?