Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2025 08:47 Húðlæknir myndi vilja sjá harðari aðgerðir stjórnvalda gegn ljósabekkjanotkun landsmanna. Helst að þeir verði bannaðir. Getty Ljósabekkjanotkun veldur fleiri húðkrabbameinum en sígarettureykingar valda lungnakrabba að sögn Rögnu Hlínar Þorleifsdóttur húðlæknir. Hún vill sjá enn harðari aðgerðir til að sporna gegn vaxandi ljósabekkjanotkun, til dæmis með skattlagningu en helst banni. „Vissulega er þetta ekki jafn algengt og það var, en við húðlæknar og margir í þjóðfélaginu hafa tekið eftir að þetta er á uppleið og sólbrúnka er svolítið komin aftur í tísku, sérstaklega hjá unglingum,“ sagði Ragna sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sumir viðkvæmari en aðrir en ekki gott fyrir neinn Þótt það sé vel kunnugt að ljósabekkjanotkun geti haft hættu í för með sér virðist sem þörf sé á frekari vitundarvakningu og forvörnum að mati Rögnu. Geislarnir sem geri mann sólbrúnan, hvort sem það er með ljósabekkjanotkun eða með því að vera úti í sólinni, valdi DNA-skaða sem safnist upp yfir tíma. „Húðin gleymir engu. Svo bara verður þetta orðið of mikið. Það fer eftir undirliggjandi erfðum og húðtýpu, ef maður er ljós húðtýpa og brennur meira þá færðu mikið meiri skaða sem safnast upp hraðar,“ segir Ragna. Ung húð barna og unglinga sé sérstaklega viðkvæm. Bæti ekki upp D-vítamínskort Hún segir það mýtu sem haldið hefur verið fram að það sé hollt fyrir íbúa á norðurhveli jarðar að fara annað slagið í ljós yfir vetrartímann til að bæta upp fyrir D-vítamín sem annars fengist frá sólinni. Þetta sé ekki rétt að sögn Rögnu enda séu það aðrir geislar sem gefi D-vítamín en þeir sem eru í ljósabekkjum. Ljósabekkirnir valdi fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valdi lungnakrabba. „Það dytti engum í hug að bjóða menntaskólakrakka sígarettu,“ segir Ragna. „en hitt einhvern veginn er ekki nógu mikið í umræðunni.“ Húðkrabbamein séu mun algengari en fólk geri sér grein fyrir. Til eru nokkrar tegundir en af þeim eru sortuæxli langhættulegust, flöguþekjukrabbamein og grunnfrumukrabbamein sem séu mun algengari. „Það er ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður. En mikilvægast er bara að endurskoða sína hegðun, hætta að fara í ljós, nota sólarvörn þegar þú ert í sólarlöndum eða á sumrin á Íslandi og reyna að fyrirbyggja frekari skaða.“ Kallar eftir aðgerðum Tíðni sortuæxla hafi farið niður á við þegar ljósabekkjanotkun var bönnuð 18 ára og yngri árið 2011. Hins vegar telur Ragna að þeim reglum sé ekki fylgt nægilega vel eftir. Þá vill hún helst að gengið verði enn lengra. „Við vitum að forvarnir virka og bann virkar,“ segir Ragna. Til að mynda hafi Ástralar, sem séu heimsmeistarar í húðkrabbameini, bannað ljósabekki. „Helst vildum við náttúrlega bara banna algjörlega ljósabekki eins og sum lönd hafa gert. Það væri náttúrlega langbest.“ Vægari aðgerðir gætu líka borið árangur til þess að hafa áhrif á notkun ljósabekkja. „Okkur datt í hug að það væri kannski sniðugt að skattleggja þessa notkun. Bara alveg eins og áfengi og tóbak er skattlagt, af því við vitum að það dregur úr notkun hjá fólki,“ segir Ragna. Heilbrigðismál Útlit Ljósabekkir Bítið Bylgjan Krabbamein Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
„Vissulega er þetta ekki jafn algengt og það var, en við húðlæknar og margir í þjóðfélaginu hafa tekið eftir að þetta er á uppleið og sólbrúnka er svolítið komin aftur í tísku, sérstaklega hjá unglingum,“ sagði Ragna sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sumir viðkvæmari en aðrir en ekki gott fyrir neinn Þótt það sé vel kunnugt að ljósabekkjanotkun geti haft hættu í för með sér virðist sem þörf sé á frekari vitundarvakningu og forvörnum að mati Rögnu. Geislarnir sem geri mann sólbrúnan, hvort sem það er með ljósabekkjanotkun eða með því að vera úti í sólinni, valdi DNA-skaða sem safnist upp yfir tíma. „Húðin gleymir engu. Svo bara verður þetta orðið of mikið. Það fer eftir undirliggjandi erfðum og húðtýpu, ef maður er ljós húðtýpa og brennur meira þá færðu mikið meiri skaða sem safnast upp hraðar,“ segir Ragna. Ung húð barna og unglinga sé sérstaklega viðkvæm. Bæti ekki upp D-vítamínskort Hún segir það mýtu sem haldið hefur verið fram að það sé hollt fyrir íbúa á norðurhveli jarðar að fara annað slagið í ljós yfir vetrartímann til að bæta upp fyrir D-vítamín sem annars fengist frá sólinni. Þetta sé ekki rétt að sögn Rögnu enda séu það aðrir geislar sem gefi D-vítamín en þeir sem eru í ljósabekkjum. Ljósabekkirnir valdi fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valdi lungnakrabba. „Það dytti engum í hug að bjóða menntaskólakrakka sígarettu,“ segir Ragna. „en hitt einhvern veginn er ekki nógu mikið í umræðunni.“ Húðkrabbamein séu mun algengari en fólk geri sér grein fyrir. Til eru nokkrar tegundir en af þeim eru sortuæxli langhættulegust, flöguþekjukrabbamein og grunnfrumukrabbamein sem séu mun algengari. „Það er ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður. En mikilvægast er bara að endurskoða sína hegðun, hætta að fara í ljós, nota sólarvörn þegar þú ert í sólarlöndum eða á sumrin á Íslandi og reyna að fyrirbyggja frekari skaða.“ Kallar eftir aðgerðum Tíðni sortuæxla hafi farið niður á við þegar ljósabekkjanotkun var bönnuð 18 ára og yngri árið 2011. Hins vegar telur Ragna að þeim reglum sé ekki fylgt nægilega vel eftir. Þá vill hún helst að gengið verði enn lengra. „Við vitum að forvarnir virka og bann virkar,“ segir Ragna. Til að mynda hafi Ástralar, sem séu heimsmeistarar í húðkrabbameini, bannað ljósabekki. „Helst vildum við náttúrlega bara banna algjörlega ljósabekki eins og sum lönd hafa gert. Það væri náttúrlega langbest.“ Vægari aðgerðir gætu líka borið árangur til þess að hafa áhrif á notkun ljósabekkja. „Okkur datt í hug að það væri kannski sniðugt að skattleggja þessa notkun. Bara alveg eins og áfengi og tóbak er skattlagt, af því við vitum að það dregur úr notkun hjá fólki,“ segir Ragna.
Heilbrigðismál Útlit Ljósabekkir Bítið Bylgjan Krabbamein Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira