Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar 3. september 2025 09:00 Í vikunni bauð Landsvirkjun þingmönnum og sveitarstjórnarfólki í skoðunarferð að fyrirhuguðu virkjanasvæði við Þjórsárver. Í ferðinni dreifði Landsvirkjun einhliða og röngum upplýsingum um að Norðlingaölduveita (sem hefur verið endurskírð Kjalölduveita) hefði engin áhrif á Þjórsárver. Verkefnisstjórn um rammaáætlun (sem er óháður aðili) hafnaði þessari túlkun Landsvirkjunar mjög skýrt eins og lesa má um í greinargerð frá 1. desember 2023. Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar með mjög digra sjóði, velta fyrirtækisins var 560 milljónir dollara í fyrra og rekstrarhagnaður 300 milljónir dollara. Þá virðist fyrirtækið hafa góðan aðgang að löggjafarvaldinu og sveitastjórnarfólki. Landsvirkjun hefur gert margt gott í gegnum ári en það að nota næstum ótakmarkaða sjóði og gott aðgengi að þingmönnum til að fá að virkja í Þjórsárverum með því að dreifa röngum upplýsingum er skammarlegt. Norðlingaölduveita er í verndarflokki og sú flokkun er vel rökstudd af verkefnisstjórn rammaáætlunar. Þó markaðsfræðingar Landsvirkjunar hafi gefið henni nýtt nafn og legu hennar hnikað til breytir það ekki því að virkjunin hefur áhrif á Þjórsárver og á því að vera í verndarflokki áfram. Vonandi sér Landsvirkjun sóma sinn í að leiðrétta þær röngu upplýsingar sem dreift var í ferðinni og allra helst hætta verkfræðingar Landsvirkjunar þeirri vegferð sinni að fá leyfi til að eyðileggja Þjórsárver. Landsvirkjun og alþingismenn mega ekki láta blinda trú á Excel skjöl og blauta verkfræðidrauma byrgja sér sýn. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Stefán Georgsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni bauð Landsvirkjun þingmönnum og sveitarstjórnarfólki í skoðunarferð að fyrirhuguðu virkjanasvæði við Þjórsárver. Í ferðinni dreifði Landsvirkjun einhliða og röngum upplýsingum um að Norðlingaölduveita (sem hefur verið endurskírð Kjalölduveita) hefði engin áhrif á Þjórsárver. Verkefnisstjórn um rammaáætlun (sem er óháður aðili) hafnaði þessari túlkun Landsvirkjunar mjög skýrt eins og lesa má um í greinargerð frá 1. desember 2023. Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar með mjög digra sjóði, velta fyrirtækisins var 560 milljónir dollara í fyrra og rekstrarhagnaður 300 milljónir dollara. Þá virðist fyrirtækið hafa góðan aðgang að löggjafarvaldinu og sveitastjórnarfólki. Landsvirkjun hefur gert margt gott í gegnum ári en það að nota næstum ótakmarkaða sjóði og gott aðgengi að þingmönnum til að fá að virkja í Þjórsárverum með því að dreifa röngum upplýsingum er skammarlegt. Norðlingaölduveita er í verndarflokki og sú flokkun er vel rökstudd af verkefnisstjórn rammaáætlunar. Þó markaðsfræðingar Landsvirkjunar hafi gefið henni nýtt nafn og legu hennar hnikað til breytir það ekki því að virkjunin hefur áhrif á Þjórsárver og á því að vera í verndarflokki áfram. Vonandi sér Landsvirkjun sóma sinn í að leiðrétta þær röngu upplýsingar sem dreift var í ferðinni og allra helst hætta verkfræðingar Landsvirkjunar þeirri vegferð sinni að fá leyfi til að eyðileggja Þjórsárver. Landsvirkjun og alþingismenn mega ekki láta blinda trú á Excel skjöl og blauta verkfræðidrauma byrgja sér sýn. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar