„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2025 18:26 Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, tilheyrir sjálf hinsegin samfélaginu. Aðsend Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. „Það er eitt að tjá sig um skoðanir sínar, ég með aðrar stjórnmálaskoðanir en Snorri til dæmis, eða finnst kannski matur góður sem honum finnst ekki góður. Við getum debaterað um ýmislegt. En þegar tilveruréttur fólks er undir, þá erum við komin yfir strikið,“ segir Ingileif Friðriksdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún ræddi Kastljósviðtalið við Snorra og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur verkefnastýru hjá Samtökunum 78, um hvort bakslag hefði orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, í Reykjavík síðdegis. „Ég ætla ekki að saka Snorra um hatursorðræðu en það er rammi utan um það hvað tjáningarfrelsi felur í sér. Og það felur ekki í sér hatursorðræðu eða að kynda undir hatursorðræðu.“ Hún gagnrýnir hve oft Snorri greip fram í fyrir Þorbjörgu í innslaginu og leyfði henni lítið að komast að. „Við búum öll í okkar bergmálshellum. Í mínum bergmálshelli er mikil óánægja með hans framgöngu í gær. Ég tilheyri hinsegin samfélaginu og það logar allt í hinsegin samfélaginu akkúrat núna,“ segir Ingileif. Hún segist meðvituð um að í leið séu hópar sem sjái ábyggilega einungis jákvæðar umsagnir um framgöngu Snorra í gær og hvetur til umræðu mismunandi skoðanahópa. Aðspurð hvort samfélagið sé á hættulegri vegferð segist hún hrædd um þær. Torskilinn málflutningur Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi málið sömuleiðis í Reykjavík síðdegis. Hann segir oft talað um skautun í þjóðfélaginu, sem einkennist af því að annar hópurinn hati hinsegin fólk og hinn sé skipaður baráttumönnum fyrir kynhlutlausu tungumáli. „Ég held að langfæst fólk sé í öðrum hvorum hópnum,“ segir Eiríkur. Mun frekar sé samfélagið orðið hólfaskiptara og stjórnmálamenn hneigist til að tala til síns hóps. „Þannig að átökin sem slík hjálpa að einhverju leyti báðum ytri vængjunum en á kostnað hinnar breiðu miðju, ef hún er yfir höfuð til lengur.“ Aðspurður segist hann ekki geta lagt orðræðu Snorra að nákvæmlega að jöfnu við popúlisma, það sé of mikil einföldun. „En það er margt þarna sem fellur inn í hina popúlísku umræðu,“ segir Eiríkur. Heldurðu að það hafi verið rétt skref fyrir Snorra að fara þessa leið? „Ég ætla ekki að meta það. Ég veit ekki hvað hann ætlar sér. Sumt í málflutningnum skildi ég ekki alveg fyllilega. Það var ekki alveg ljóst hvað hann var að segja. Ég reyndi að horfa á þetta aftur til að reyna að ná málflutningnum og hann er ekki skýr, það er ekki alveg ljóst hvað hann sagði. Þetta er miklu frekar framgangan heldur en hvaða orð féllu,“ segir Eiríkur. Kunnuglegt stef Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, tók í svipaðan streng og Ingileif í enn einu viðtalinu í Reykjavík Síðdegis í dag. Hún sagði orðræðu Snorra um trans fólk minna á þá sem uppi var meðal „sjálfskipaðra sérfræðinga“ eins og Gunnars í Krossinum þegar deilt var um hvort lögleiða ætti hjónabönd samkynhneigðra. Líkt og flokkssystir hennar tilheyrir Hanna Katrín hinsegin samfélaginu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði í dag fram drög að nýrri aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks í samráðsgátt. Í drögunum eru kynntar 32 aðgerðir, þar á meðal áform um réttarbætur, stuðning, rannsóknir, fræðslu og vitundarvakningu í þágu hinsegin fólks á öllum aldri. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík síðdegis Bylgjan Ríkisútvarpið Viðreisn Fjölmiðlar Miðflokkurinn Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
„Það er eitt að tjá sig um skoðanir sínar, ég með aðrar stjórnmálaskoðanir en Snorri til dæmis, eða finnst kannski matur góður sem honum finnst ekki góður. Við getum debaterað um ýmislegt. En þegar tilveruréttur fólks er undir, þá erum við komin yfir strikið,“ segir Ingileif Friðriksdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún ræddi Kastljósviðtalið við Snorra og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur verkefnastýru hjá Samtökunum 78, um hvort bakslag hefði orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, í Reykjavík síðdegis. „Ég ætla ekki að saka Snorra um hatursorðræðu en það er rammi utan um það hvað tjáningarfrelsi felur í sér. Og það felur ekki í sér hatursorðræðu eða að kynda undir hatursorðræðu.“ Hún gagnrýnir hve oft Snorri greip fram í fyrir Þorbjörgu í innslaginu og leyfði henni lítið að komast að. „Við búum öll í okkar bergmálshellum. Í mínum bergmálshelli er mikil óánægja með hans framgöngu í gær. Ég tilheyri hinsegin samfélaginu og það logar allt í hinsegin samfélaginu akkúrat núna,“ segir Ingileif. Hún segist meðvituð um að í leið séu hópar sem sjái ábyggilega einungis jákvæðar umsagnir um framgöngu Snorra í gær og hvetur til umræðu mismunandi skoðanahópa. Aðspurð hvort samfélagið sé á hættulegri vegferð segist hún hrædd um þær. Torskilinn málflutningur Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi málið sömuleiðis í Reykjavík síðdegis. Hann segir oft talað um skautun í þjóðfélaginu, sem einkennist af því að annar hópurinn hati hinsegin fólk og hinn sé skipaður baráttumönnum fyrir kynhlutlausu tungumáli. „Ég held að langfæst fólk sé í öðrum hvorum hópnum,“ segir Eiríkur. Mun frekar sé samfélagið orðið hólfaskiptara og stjórnmálamenn hneigist til að tala til síns hóps. „Þannig að átökin sem slík hjálpa að einhverju leyti báðum ytri vængjunum en á kostnað hinnar breiðu miðju, ef hún er yfir höfuð til lengur.“ Aðspurður segist hann ekki geta lagt orðræðu Snorra að nákvæmlega að jöfnu við popúlisma, það sé of mikil einföldun. „En það er margt þarna sem fellur inn í hina popúlísku umræðu,“ segir Eiríkur. Heldurðu að það hafi verið rétt skref fyrir Snorra að fara þessa leið? „Ég ætla ekki að meta það. Ég veit ekki hvað hann ætlar sér. Sumt í málflutningnum skildi ég ekki alveg fyllilega. Það var ekki alveg ljóst hvað hann var að segja. Ég reyndi að horfa á þetta aftur til að reyna að ná málflutningnum og hann er ekki skýr, það er ekki alveg ljóst hvað hann sagði. Þetta er miklu frekar framgangan heldur en hvaða orð féllu,“ segir Eiríkur. Kunnuglegt stef Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, tók í svipaðan streng og Ingileif í enn einu viðtalinu í Reykjavík Síðdegis í dag. Hún sagði orðræðu Snorra um trans fólk minna á þá sem uppi var meðal „sjálfskipaðra sérfræðinga“ eins og Gunnars í Krossinum þegar deilt var um hvort lögleiða ætti hjónabönd samkynhneigðra. Líkt og flokkssystir hennar tilheyrir Hanna Katrín hinsegin samfélaginu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lagði í dag fram drög að nýrri aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks í samráðsgátt. Í drögunum eru kynntar 32 aðgerðir, þar á meðal áform um réttarbætur, stuðning, rannsóknir, fræðslu og vitundarvakningu í þágu hinsegin fólks á öllum aldri.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík síðdegis Bylgjan Ríkisútvarpið Viðreisn Fjölmiðlar Miðflokkurinn Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira