„Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 14:12 Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands, í Sjanghæ í morgun. AP/Alexander Kazakov Vladimír Pútín og Xi Jinping, forsetar Rússlands og Kína, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli ríkjanna. Undirskriftin þykir til marks um sterkari tengsl ríkjanna en hún varpar í senn ljósi á yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum. Leiðslan myndi gera Rússum kleift að selja mun meira af jarðgasi til Kína en þeir gera nú þegar. Rússar segja minnisblaðið lagalega bindandi en í því er ekki fjallað um ýmis deiluatriði sem hafa lengi komið í veg fyrir að gasleiðslan hafi verið smíðuð. Leiðslan kallast „Kraftur Síberíu 2“ og hefur verið til skoðunar að byggja hana um árabil. Deilur um kaupverð á gasi, fjármögnun leiðslunnar, tímaramma og önnur atriði hafa þó valdið því að ekkert hefur orðið af framkvæmdum. Í frétt Wall Street Journal segir að það að ekkert sé talað um þessi atriði í minnisblaðinu ítreki yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum í viðræðunum um Kraft Síberíu. Kínverjar hafi aðra möguleika til að verða sér út um jarðgas og geti því dregið fæturna í viðræðum. Þannig geti þeir krafist enn betra verðs, þar sem Rússar eru ólmir í að afla sér frekari tekna og finna nýja markaði fyrir jarðeldsneyti sitt. Rússar hafa þegar gefið út að Kínverjar muni geta keypt jarðgas ódýrara en ríki Evrópu. Þurfa nýja markaði Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hefur útflutningur þeirra á jarðgasi til vesturs dregist verulega saman. Evrópa var áður stærsti viðskiptavinur Rússa á jarðgasi. Í kjölfarið sneru Rússar sér að Kína og eru þeir nokkuð háðir sölunni þangað, sem hefur veitt Kínverjum ákveðið vogarafl í viðræðum ríkjanna á milli. Stuðningur Kínverja við Rússa þegar kemur að drónum og margskonar íhlutum fyrir framleiðslu hergagna hefur aukið á þetta ójafnvægi í sambandi ríkjanna. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Í samtali við WSJ segir sérfræðingur í málefnum Rússlands og Asíu að minnisblaðið sýni hvernig Kínverjar hafi öll spilin gegn Rússum. Ríki Evrópu hafi dregið verulega úr kaupum á rússnesku jarðgasi og leiðtogar Evrópusambandsins stefni á að hætta alfarið að kaupa gas eða olíu af Rússum fyrir 2027. Á sama tíma séu Kínverjar að reyna að draga úr notkun jarðeldsneytis þar í landi. Þar hefur gífurlegur vöxtur verið í framleiðslu sólarorku. Þetta gæti þýtt að markaður fyrir jarðgas í Kína sé að dragast saman. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Sjá einnig: Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Um þriðjungur af öllum milliríkjaviðskiptum Rússa kemur frá Kína. Frá bæjardyrum Kína séð er hlutfallið eingöngu fimm prósent. „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir,“ sagði Alexander Gabuev við WSJ. Vilja „sanngjarnari“ heim Pútín er staddur í Kína, þar sem hann hefur setið ráðstefnu aðildarríkja SCO, sem sótt er af mörgum þjóðarleiðtogum Mið-Asíu, auk annarra ríkja. Þar hefur hann meðal annars fundað með Xi og hafa þeir lýst yfir miklum vinskap. Eftir fund þeirra sagði Pútín, samkvæmt AP fréttaveitunni, að SCO samtökin ættu að spila stærri rullu í því að skapa „sanngjarnara og jafnara“ kerfi sem snýr að stjórn heimsmála. Xi fordæmdi það sem hann kallaði kalda stríðs hugsunarhátt og sagði heiminn standa á krossgötum. Umbreytingatímar væru í vændum. Sjá einnig: Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á ráðstefnunni þar sem hann hefur einnig fundað með Xi. Indland og Kína hafa lengi eldað grátt silfur saman en Modi og Xi lýstu því yfir um helgina að ríkin ættu að vera félagar en ekki andstæðingar. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Sjá einnig: Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Allir þjóðarleiðtogarnir munu fylgjast með herskrúðgöngu í Kína á morgun, þar sem Xi mun sýna nýjustu vopn sín og mátt herafla Kína. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sat ekki ráðstefnuna en hann mætti til Sjanghæ í dag og mun horfa á skrúðgönguna. Rússland Kína Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Leiðslan myndi gera Rússum kleift að selja mun meira af jarðgasi til Kína en þeir gera nú þegar. Rússar segja minnisblaðið lagalega bindandi en í því er ekki fjallað um ýmis deiluatriði sem hafa lengi komið í veg fyrir að gasleiðslan hafi verið smíðuð. Leiðslan kallast „Kraftur Síberíu 2“ og hefur verið til skoðunar að byggja hana um árabil. Deilur um kaupverð á gasi, fjármögnun leiðslunnar, tímaramma og önnur atriði hafa þó valdið því að ekkert hefur orðið af framkvæmdum. Í frétt Wall Street Journal segir að það að ekkert sé talað um þessi atriði í minnisblaðinu ítreki yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum í viðræðunum um Kraft Síberíu. Kínverjar hafi aðra möguleika til að verða sér út um jarðgas og geti því dregið fæturna í viðræðum. Þannig geti þeir krafist enn betra verðs, þar sem Rússar eru ólmir í að afla sér frekari tekna og finna nýja markaði fyrir jarðeldsneyti sitt. Rússar hafa þegar gefið út að Kínverjar muni geta keypt jarðgas ódýrara en ríki Evrópu. Þurfa nýja markaði Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu hefur útflutningur þeirra á jarðgasi til vesturs dregist verulega saman. Evrópa var áður stærsti viðskiptavinur Rússa á jarðgasi. Í kjölfarið sneru Rússar sér að Kína og eru þeir nokkuð háðir sölunni þangað, sem hefur veitt Kínverjum ákveðið vogarafl í viðræðum ríkjanna á milli. Stuðningur Kínverja við Rússa þegar kemur að drónum og margskonar íhlutum fyrir framleiðslu hergagna hefur aukið á þetta ójafnvægi í sambandi ríkjanna. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Í samtali við WSJ segir sérfræðingur í málefnum Rússlands og Asíu að minnisblaðið sýni hvernig Kínverjar hafi öll spilin gegn Rússum. Ríki Evrópu hafi dregið verulega úr kaupum á rússnesku jarðgasi og leiðtogar Evrópusambandsins stefni á að hætta alfarið að kaupa gas eða olíu af Rússum fyrir 2027. Á sama tíma séu Kínverjar að reyna að draga úr notkun jarðeldsneytis þar í landi. Þar hefur gífurlegur vöxtur verið í framleiðslu sólarorku. Þetta gæti þýtt að markaður fyrir jarðgas í Kína sé að dragast saman. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Sjá einnig: Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Um þriðjungur af öllum milliríkjaviðskiptum Rússa kemur frá Kína. Frá bæjardyrum Kína séð er hlutfallið eingöngu fimm prósent. „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir,“ sagði Alexander Gabuev við WSJ. Vilja „sanngjarnari“ heim Pútín er staddur í Kína, þar sem hann hefur setið ráðstefnu aðildarríkja SCO, sem sótt er af mörgum þjóðarleiðtogum Mið-Asíu, auk annarra ríkja. Þar hefur hann meðal annars fundað með Xi og hafa þeir lýst yfir miklum vinskap. Eftir fund þeirra sagði Pútín, samkvæmt AP fréttaveitunni, að SCO samtökin ættu að spila stærri rullu í því að skapa „sanngjarnara og jafnara“ kerfi sem snýr að stjórn heimsmála. Xi fordæmdi það sem hann kallaði kalda stríðs hugsunarhátt og sagði heiminn standa á krossgötum. Umbreytingatímar væru í vændum. Sjá einnig: Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á ráðstefnunni þar sem hann hefur einnig fundað með Xi. Indland og Kína hafa lengi eldað grátt silfur saman en Modi og Xi lýstu því yfir um helgina að ríkin ættu að vera félagar en ekki andstæðingar. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Sjá einnig: Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Allir þjóðarleiðtogarnir munu fylgjast með herskrúðgöngu í Kína á morgun, þar sem Xi mun sýna nýjustu vopn sín og mátt herafla Kína. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sat ekki ráðstefnuna en hann mætti til Sjanghæ í dag og mun horfa á skrúðgönguna.
Rússland Kína Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira