Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar 2. september 2025 10:02 Höfnin í Þorlákshöfn hefur áratugum saman verið burðarás samfélagsins. Höfnin hefur mótað atvinnulíf, menningu og sjálfsmynd bæjarbúa í áratugi og gegnir lykilhlutverki hvað varðar atvinnusköpun og framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Það er enda svo að íbúaþróun og uppbygging atvinnlífs hefur haldist í hendur við hafnarbætur í gegnum áratugina. Lífæð Þorlákshöfn hefur lengi verið mikilvæg fyrir sjávarútveg, en á síðari árum hefur fleiri stoðum verið skotið undir velferð okkar. Í dag er hafnarstarfsemin fjölbreytt og má þar nefna: inn- og útflutningur á vörum, jarðefnaútflutningur, innflutningur á áburði, fiskveiðar og þjónusta við seiðaflutninga. Margt annað mætti til telja. Höfnin er lífæð sem ótal fjölskyldur byggja afkomu sína á. Framtíðarmöguleikar Fram undan eru fjölmörg tækifæri sem tengjast áframhaldandi vexti hafnarinnar. Þau skapa möguleika bæði fyrir ný fyrirtæki og rótgróin til að efla starfsemi sína. Sífellt fleiri fyrirtæki horfa nú til Þorlákshafnar sem framtíðarstaðsetningar, þar sem höfnin gegnir lykilhlutverki. Sérstaklega má nefna uppbyggingu í landeldi á laxafurðum, vöxtur vöruflutninga og aukinn áhugi útferðafélaga. Allt kallar þetta á djörfung og framtíðarsýn öflugri innviði hafnarinnar. Það er því brýnt að halda áfram á sömu braut og tryggja að Þorlákshöfn verði í stakk búin að mæta þessari þróun. Stórtæk áform Á seinustu árum hefur höfnin tekið stakka skiptum. Aldrei í sögunni hefur verið fjárfest meira en það er bara einn þeirra áfanga sem stefnt er að. Sveitarfélagið hefur nýlega sótt um framlag til hafnarframkvæmda í samgönguáætlun ríkisins 2026–2030. Meginverkefnið er stækkun hafnarinnar til norðurs, í Skötubót, þar sem myndi rísa ný höfn með fjölbreytta möguleika. Þetta yrði stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir fjármagni til innri umbóta sem styrkja þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þar má nefna að Smyril Line bætir við tveimur nýjum 190 metra skipum á næsta ári, sem krefjast öflugra innviða og hámarksöryggis fyrir sjófarendur. Myndin hér fyrir neðan sýnir næstu stórsókn hafnarinnar. Höfnin er meira en mannvirki Þorlákshafnarhöfn er ekki aðeins mannvirki – hún er grunnur byggðar, atvinnu og framtíðar. Með stuðningi ríkisins verður hún áfram burðarás samfélagsins og mikilvægur hlekkur í samgöngum og verðmætasköpun á Íslandi. Fyrir íbúana er hún meira en mannvirki – hún er tákn um lífskraft, samstöðu og framtíðarmöguleika. Höfundur er formaður bæjarráðs Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Hafnarmál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Höfnin í Þorlákshöfn hefur áratugum saman verið burðarás samfélagsins. Höfnin hefur mótað atvinnulíf, menningu og sjálfsmynd bæjarbúa í áratugi og gegnir lykilhlutverki hvað varðar atvinnusköpun og framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Það er enda svo að íbúaþróun og uppbygging atvinnlífs hefur haldist í hendur við hafnarbætur í gegnum áratugina. Lífæð Þorlákshöfn hefur lengi verið mikilvæg fyrir sjávarútveg, en á síðari árum hefur fleiri stoðum verið skotið undir velferð okkar. Í dag er hafnarstarfsemin fjölbreytt og má þar nefna: inn- og útflutningur á vörum, jarðefnaútflutningur, innflutningur á áburði, fiskveiðar og þjónusta við seiðaflutninga. Margt annað mætti til telja. Höfnin er lífæð sem ótal fjölskyldur byggja afkomu sína á. Framtíðarmöguleikar Fram undan eru fjölmörg tækifæri sem tengjast áframhaldandi vexti hafnarinnar. Þau skapa möguleika bæði fyrir ný fyrirtæki og rótgróin til að efla starfsemi sína. Sífellt fleiri fyrirtæki horfa nú til Þorlákshafnar sem framtíðarstaðsetningar, þar sem höfnin gegnir lykilhlutverki. Sérstaklega má nefna uppbyggingu í landeldi á laxafurðum, vöxtur vöruflutninga og aukinn áhugi útferðafélaga. Allt kallar þetta á djörfung og framtíðarsýn öflugri innviði hafnarinnar. Það er því brýnt að halda áfram á sömu braut og tryggja að Þorlákshöfn verði í stakk búin að mæta þessari þróun. Stórtæk áform Á seinustu árum hefur höfnin tekið stakka skiptum. Aldrei í sögunni hefur verið fjárfest meira en það er bara einn þeirra áfanga sem stefnt er að. Sveitarfélagið hefur nýlega sótt um framlag til hafnarframkvæmda í samgönguáætlun ríkisins 2026–2030. Meginverkefnið er stækkun hafnarinnar til norðurs, í Skötubót, þar sem myndi rísa ný höfn með fjölbreytta möguleika. Þetta yrði stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir fjármagni til innri umbóta sem styrkja þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þar má nefna að Smyril Line bætir við tveimur nýjum 190 metra skipum á næsta ári, sem krefjast öflugra innviða og hámarksöryggis fyrir sjófarendur. Myndin hér fyrir neðan sýnir næstu stórsókn hafnarinnar. Höfnin er meira en mannvirki Þorlákshafnarhöfn er ekki aðeins mannvirki – hún er grunnur byggðar, atvinnu og framtíðar. Með stuðningi ríkisins verður hún áfram burðarás samfélagsins og mikilvægur hlekkur í samgöngum og verðmætasköpun á Íslandi. Fyrir íbúana er hún meira en mannvirki – hún er tákn um lífskraft, samstöðu og framtíðarmöguleika. Höfundur er formaður bæjarráðs Ölfuss.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar