Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. september 2025 08:30 Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun