Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 14:00 Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir að fyrsta mál á dagskrá ætti að vera að bæta kjör geislafræðinga svo fólk haldist í starfinu. Vísir Formaður Félags geislafræðinga segir tillögur um úrbætur á geislameðferðum á Landspítalanum ekki langtímalausn. Óskiljanlegt sé að eyða eigi fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör geislafræðinga. Þá vanti ekki á landinu, þeir kjósi að starfa annars staðar vegna slæmra kjara. Spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði fyrir helgi tillögum til að styrkja geislameðferð á spítalanum en á síðustu vikum hefur bið eftir meðferð vegna krabbameins tvöfaldast. Geislafræðingum á deildinni hefur jafnframt fækkað verulega á deildinni síðustu ár. „Launin eru þannig að fæstir geta lifað á laununum sínum,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Meðal tillagna frá starfshópnum er að ráða geislafræðinga með erlenda menntun. „Ef það á að kalla til erlenda geislafræðinga þá geta þeir ekkert frekar lifað á þessum launum. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að borga þeim hærri laun en fólkinu sem er hér til staðar í landinu.“ Nóg af geislafræðingum á landinu Bæta þurfi kjörin til framtíðar svo að geislafræðingar velji að starfa á deildinni frekar en annars staðar þar sem launin eru betri. „Miðað við þau störf sem eru í boði, já, þá myndi ég segja að það sé nóg af geislafræðingum. Það er verið að útskrifa fimmtán til tuttugu geislafræðinga á hverju ári. Það á alveg að mæta þeim fjölda sem hættir,“ segir Katrín. Fengu ekki sæti við borðið Meðal tillaga er að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og kannað verði að semja vð sjúkrahús erlendis, opnunartíminn á deildinni verði lengdur og tækjum bætt við. „Við vitum alveg að það mun þurfa bæta við þriðja tækinu og við erum hjartanlega sammála því en það þarf fyrst að bæta kjörin til þess að fólk fáist til að vinna á þessum tækjum. Þú getur keypt endalaust af þessu og hinu, bygg hús og hvað eina en þú leysir það ekki nema þú hafir fólk til að vinna á tækjunum,“segir Katrín. Nauðsynlegt sé að geislafræðingar fái eitthvað um málið að segja. Þið komuð ekki gerð þessara tillagna? „Nei, við komum ekki að gerð þessara tillagna. Hvorki var okkur boðið að vera hluti af hópnum né boðið til viðtals í hópnum.“ Landspítalinn Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07 Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17 Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði fyrir helgi tillögum til að styrkja geislameðferð á spítalanum en á síðustu vikum hefur bið eftir meðferð vegna krabbameins tvöfaldast. Geislafræðingum á deildinni hefur jafnframt fækkað verulega á deildinni síðustu ár. „Launin eru þannig að fæstir geta lifað á laununum sínum,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Meðal tillagna frá starfshópnum er að ráða geislafræðinga með erlenda menntun. „Ef það á að kalla til erlenda geislafræðinga þá geta þeir ekkert frekar lifað á þessum launum. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að borga þeim hærri laun en fólkinu sem er hér til staðar í landinu.“ Nóg af geislafræðingum á landinu Bæta þurfi kjörin til framtíðar svo að geislafræðingar velji að starfa á deildinni frekar en annars staðar þar sem launin eru betri. „Miðað við þau störf sem eru í boði, já, þá myndi ég segja að það sé nóg af geislafræðingum. Það er verið að útskrifa fimmtán til tuttugu geislafræðinga á hverju ári. Það á alveg að mæta þeim fjölda sem hættir,“ segir Katrín. Fengu ekki sæti við borðið Meðal tillaga er að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og kannað verði að semja vð sjúkrahús erlendis, opnunartíminn á deildinni verði lengdur og tækjum bætt við. „Við vitum alveg að það mun þurfa bæta við þriðja tækinu og við erum hjartanlega sammála því en það þarf fyrst að bæta kjörin til þess að fólk fáist til að vinna á þessum tækjum. Þú getur keypt endalaust af þessu og hinu, bygg hús og hvað eina en þú leysir það ekki nema þú hafir fólk til að vinna á tækjunum,“segir Katrín. Nauðsynlegt sé að geislafræðingar fái eitthvað um málið að segja. Þið komuð ekki gerð þessara tillagna? „Nei, við komum ekki að gerð þessara tillagna. Hvorki var okkur boðið að vera hluti af hópnum né boðið til viðtals í hópnum.“
Landspítalinn Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07 Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17 Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07
Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17
Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32