Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2025 07:00 Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að börnin sem létust í árásinni í Minneapolis hafi verið þau Harper Moyski, tíu ára, og Fletcher Merkel, átta ára. AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. Lögreglustjórinn í Minneapolis, Brian O'Hara, sagði í gær að svo virðist sem að árásarmaðurinn, Robin Westman, virðist annars „ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu“ fyrir gjörðum sínum. O‘Hara sagði á blaðamannafundi að Westman „virðist hafa hatað okkur öll“ og að „umfram allt annað, þá virðist skotmaðurinn hafa viljað drepa börn.“ Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur.AP Þau sem létust átta og tíu ára Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að börnin sem létust hafi verið þau Fletcher Merkel, átta ára og Harper Moyski, tíu ára. „Í gær þá ákvað heigull að taka Fletcher, átta ára son okkar, frá okkur,“ sagði faðirinn Jesse Merkel við fréttamenn í gær. „Fletcher elskaði fjölskyldu sína, vini, veiði, eldamennsku og hverja þá íþrótt sem hann mátti taka þátt í. […] Knúsið og kyssið börnin ykkar sérstaklega í dag. Við elskum þig, Fletcher. Þú verður alltaf með okkur,“ sagði faðirinn. Foreldrar Harper Moyski, þau Michael Moyski og Jackie Flavin, sögðu í yfirlýsingu að Harper hafi verið „björt, glaðvær og elskuð tíu ára stúlka. Hlátur, góðmennska og skap hafi snert alla þá sem þekktu hana.“ Fyrsta messa skólaársins Árásin var gerð í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis á miðvikudag. Þá átti sér stað fyrsta messa skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Yngsta barnið sem lést var sex ára gamalt, en árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. AP Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Westman var með hreina sakaskrá, stóð ein að árásinni og notaðist við þrjú skotvopn. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir Westman hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Lögreglustjórinn í Minneapolis, Brian O'Hara, sagði í gær að svo virðist sem að árásarmaðurinn, Robin Westman, virðist annars „ekki hafa haft neina sérstaka ástæðu“ fyrir gjörðum sínum. O‘Hara sagði á blaðamannafundi að Westman „virðist hafa hatað okkur öll“ og að „umfram allt annað, þá virðist skotmaðurinn hafa viljað drepa börn.“ Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur.AP Þau sem létust átta og tíu ára Erlendir fjölmiðlar greindu frá því í gær að börnin sem létust hafi verið þau Fletcher Merkel, átta ára og Harper Moyski, tíu ára. „Í gær þá ákvað heigull að taka Fletcher, átta ára son okkar, frá okkur,“ sagði faðirinn Jesse Merkel við fréttamenn í gær. „Fletcher elskaði fjölskyldu sína, vini, veiði, eldamennsku og hverja þá íþrótt sem hann mátti taka þátt í. […] Knúsið og kyssið börnin ykkar sérstaklega í dag. Við elskum þig, Fletcher. Þú verður alltaf með okkur,“ sagði faðirinn. Foreldrar Harper Moyski, þau Michael Moyski og Jackie Flavin, sögðu í yfirlýsingu að Harper hafi verið „björt, glaðvær og elskuð tíu ára stúlka. Hlátur, góðmennska og skap hafi snert alla þá sem þekktu hana.“ Fyrsta messa skólaársins Árásin var gerð í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis á miðvikudag. Þá átti sér stað fyrsta messa skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Yngsta barnið sem lést var sex ára gamalt, en árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. AP Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Westman var með hreina sakaskrá, stóð ein að árásinni og notaðist við þrjú skotvopn. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir Westman hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. 28. ágúst 2025 06:46
Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. 27. ágúst 2025 15:17