Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 20:58 Til vinstri eru þeir Jørgen Boassen, grænlenskur múrari og vinur Bandaríkjastjórnar. Til hægri er athafnamaðurinn og Grænlandsvinurinn Tom Dans. Vísir/Samsett Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Uppfært 23:55: Þrátt fyrir að taka fram í svari ráðuneytisins að um ræði einstaklinga sem eru ekki á vegum bandaríska ríkisins, er innihaldi umfjöllunar dönsku miðlanna ekki hafnað og því hefur fyrirsögnin verið uppfærð í samræmi við það. Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Uppfært 23:55: Þrátt fyrir að taka fram í svari ráðuneytisins að um ræði einstaklinga sem eru ekki á vegum bandaríska ríkisins, er innihaldi umfjöllunar dönsku miðlanna ekki hafnað og því hefur fyrirsögnin verið uppfærð í samræmi við það.
Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira