Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 17:30 Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög ASÍ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson Bakþankar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar