Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 08:02 Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Slökkvilið Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun