Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 08:02 Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Slökkvilið Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu. Í Vegvísi að brunabótamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út í sumar kemur fram að vísbendingar séu um að brunabótamat á landsvísu sé vanmetið um 4-8% sökum þess að eigendur hafi ekki tilkynnt HMS um framkvæmdir, viðbætur eða viðhald fasteigna. Í sumum tilfellum er vanmatið mun meira. Reynslan í kjölfar jarðhræringanna við Grindavík sýnir þetta skýrt, en þar reyndist brunabótamat íbúðarhúsa vera vanmetið um að meðaltali 9,7%. Lögum samkvæmt er það á ábyrgð húseigenda að óska eftir endurmati á forsendum brunabótamats sé ráðist í meiriháttar framkvæmdir, viðbætur og endurbætur á húseignum. Undir þetta geta t.d. fallið endurbætur innanhúss, til að mynda á eldhúsi, baðherbergi eða á ytra byrði fasteigna á borð við viðbyggingar, pallar eða aðrar meiriháttar breytingar. Á vef HMS er hægt að fletta upp fasteignum og finna þar upplýsingar um hvenær endurmat brunabótamats fór síðast fram, ásamt upplýsingum um hvernig óska megi eftir endurmati sé tilefni til. Hefur þú kannað brunabótamat þinnar fasteignar? Miklu skiptir að brunabótamat endurspegli sem best endurstofnverð fasteignar svo það þjóni tilgangi sínum að bæta tjón, en bætur vegna bruna, náttúruhamfara og vatnsleka taka mið af brunabótamati. Brunabótamati er ætlað að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekna fasteign eftir altjón að teknu tilliti til hreinsunar brunarústa og afskrifta vegna aldurs og ástands þannig að fasteignin verði sambærileg og fyrir brunann. Brunabótamat íbúðarhúsnæðis ótengt fasteignamati Rétt er að taka fram að brunabótamat hefur ekki bein áhrif á fasteignamat eða fasteignagjöld íbúðarhúsa en kann í sumum tilfellum að hafa áhrif á fasteignamat atvinnuhúsnæðis. Gjöld sem hið opinbera leggur á samhliða brunatryggingum taka hins vegar mið af brunabótamati, en það eru verulega lágar fjárhæðir í samanburði við fasteignagjöld eða tjónið sem verður ef kemur til bruna og fasteign reynist vantryggð. Þörf á lagabreytingum – takmörkuð úrræði þó mannslífum sé ógnað Í Vegvísinum er að finna tillögur um breytingar á lögum og reglum, sem og tækniumhverfi um brunabótamat, þar sem eru ýmis tækifæri til úrbóta. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa lengi bent á að tilefni sé til að ráðast í endurskoðun á lögum um brunatryggingar sem sett voru fyrir ríflega þremur áratugum. Það snýr ekki síst að úrræðum í kringum búsetu í illa förnum húsum þar sem brunavörnum er verulega ábótavant eða í iðnaðarhúsnæði þar sem lífi íbúa getur verið stefnt í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. Iðgjöld vegna brunatrygginga renna að mestu til hins opinbera Í Vegvísinum kemur fram að stærstur hluti iðgjalda vegna brunatrygginga í dag renni til ríkisins í formi fimm opinberra gjalda. Um er að ræða gjald vegna náttúruhamfaratrygginga, gjald í Ofanflóðasjóð, byggingaöryggisgjald, gjald fyrir afnot af brunabótamati og tengdum kerfum sem og tímabundið gjald vegna varnargarða og hamfara. Kynntu þér málið, áður en það er um seinan Það er gríðarlegt áfall að missa heimili sitt í bruna en lífið verður ekki samt ef fólk missir heilsu eða ástvini. Sé brunabótamatið vanmetið bætist við fjárhagslegt áfall sem hægt er að koma í veg fyrir. Því skiptir miklu að skoða reglulega brunabótamat eigna sinna áður en ófyrirséð áföll dynja á. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). Þann 4. september næstkomandi standa SFF, HMS, Samtök iðnaðarins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að ráðstefnunni Brunavarnir og öryggi til framtíðar – Samhæfð viðbrögð, lagaumgjörð og hlutverk stofnana og atvinnulífs þar sem fjallað verður um málaflokkinn frá ýmsum hliðum.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar