„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Árni Sæberg skrifar 27. ágúst 2025 06:45 Hildur Sunna Pálmadóttir er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Anton Brink Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt. Í fyrradag var fjallað um ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Vilhjálmi Forberg Ólafssyni, forsvarsmanni áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, sem er ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Vilhjálmur Forberg er ákærður sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi í Icelandic Trading Company b.v. en síðarnefnda félagið er eigandi Smáríkisins og skráð í Hollandi. Kjútís keypti og erlenda félagið seldi Í ákærunni segir að Kjútís ehf. hafi keypt hvítvínsbeljuna af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent kaupandanum en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Því væri þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar en brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsivist. Skiptir engu máli Vísi lá forvitni á að vita hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar að ákæra að íslenskt félag hefði keypt áfengið af heildsalanum áður en það var selt í gegnum netverslunina og sló því á þráðinn hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði svo ekki vera. „Þeir vilja væntanlega meina að áfengið hafi verið pantað í grunninn frá Icelandic Trading Company og þeir séu bara afhendingaraðili. Væntanlega munu þeir halda því fram en ég veit það ekki, það kemur í ljóst. Það er ákært af því að við teljum þetta vera ólöglega smásölu, sem ÁTVR hefur einkaleyfi á.“ En hvað ef Icelandic Trading Company hefði keypt áfengið af íslenskum heildsala? „Það gengi ekki upp af því að áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það.“ „Þeir halda að þetta sé einhver loophole“ Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni en óumdeilt er að heimilt er að panta áfengi erlendis frá, til að mynda beint frá vínbónda í Frakklandi. Annað væri enda klárt brot á EES-samningnum, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði vara milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum tóku netverslanir, sem selja áfengi, að spretta upp sem gorkúlur hér á landi. Þær slaga nú hátt í þrjátíu talsins og eru allar í eigu erlendra fyrirtækja. Þess vegna telja eigendur þeirra sér stætt á því að selja áfengi hér á landi í skjóli EES-samningsins. Nú er það svo víða að hægt er að panta áfengi í gegnum vefverslun og sækja það samstundis á afhendingarstað. Því er nokkuð ljóst að vöruskemmur þessara verslana eru ekki erlendis. „Þeir halda að þetta sé einhver loophole en við sjáum bara til,“ segir Hildur Sunna. Um þetta verði væntanlega deilt fyrir dómstólum, að því gefnu að Vilhjálmur Forberg haldi uppi vörnum í málinu. Fleiri ákærur í farvatninu Hildur Sunna segir að enn sem komið er hafi ekki verið ákveðið að ákæra fleiri vegna meintrar ólögmætar vefverslunar með áfengi en nokkur mál séu í vinnslu hjá lögreglu. Þar ber hæst tvær kærur sem ÁTVR lagði fram fyrir rétt liðlega fimm árum. Þá segir Hildur Sunna að nokkur mál hafi sprottið upp eftir athugun lögreglu vorið 2024, þar á meðal mál Vilhjálms Forbergs og Smáríkisins. „Þetta er í raun alltaf sama moment, sem er til umræðu hvort að sé löglegt eða ekki. Við, augljóslega, teljum svo ekki vera.“ Netverslun með áfengi Verslun Evrópusambandið Áfengi Lögreglumál Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í fyrradag var fjallað um ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Vilhjálmi Forberg Ólafssyni, forsvarsmanni áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, sem er ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Vilhjálmur Forberg er ákærður sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi í Icelandic Trading Company b.v. en síðarnefnda félagið er eigandi Smáríkisins og skráð í Hollandi. Kjútís keypti og erlenda félagið seldi Í ákærunni segir að Kjútís ehf. hafi keypt hvítvínsbeljuna af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent kaupandanum en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Því væri þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar en brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsivist. Skiptir engu máli Vísi lá forvitni á að vita hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar að ákæra að íslenskt félag hefði keypt áfengið af heildsalanum áður en það var selt í gegnum netverslunina og sló því á þráðinn hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði svo ekki vera. „Þeir vilja væntanlega meina að áfengið hafi verið pantað í grunninn frá Icelandic Trading Company og þeir séu bara afhendingaraðili. Væntanlega munu þeir halda því fram en ég veit það ekki, það kemur í ljóst. Það er ákært af því að við teljum þetta vera ólöglega smásölu, sem ÁTVR hefur einkaleyfi á.“ En hvað ef Icelandic Trading Company hefði keypt áfengið af íslenskum heildsala? „Það gengi ekki upp af því að áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það.“ „Þeir halda að þetta sé einhver loophole“ Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni en óumdeilt er að heimilt er að panta áfengi erlendis frá, til að mynda beint frá vínbónda í Frakklandi. Annað væri enda klárt brot á EES-samningnum, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði vara milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum tóku netverslanir, sem selja áfengi, að spretta upp sem gorkúlur hér á landi. Þær slaga nú hátt í þrjátíu talsins og eru allar í eigu erlendra fyrirtækja. Þess vegna telja eigendur þeirra sér stætt á því að selja áfengi hér á landi í skjóli EES-samningsins. Nú er það svo víða að hægt er að panta áfengi í gegnum vefverslun og sækja það samstundis á afhendingarstað. Því er nokkuð ljóst að vöruskemmur þessara verslana eru ekki erlendis. „Þeir halda að þetta sé einhver loophole en við sjáum bara til,“ segir Hildur Sunna. Um þetta verði væntanlega deilt fyrir dómstólum, að því gefnu að Vilhjálmur Forberg haldi uppi vörnum í málinu. Fleiri ákærur í farvatninu Hildur Sunna segir að enn sem komið er hafi ekki verið ákveðið að ákæra fleiri vegna meintrar ólögmætar vefverslunar með áfengi en nokkur mál séu í vinnslu hjá lögreglu. Þar ber hæst tvær kærur sem ÁTVR lagði fram fyrir rétt liðlega fimm árum. Þá segir Hildur Sunna að nokkur mál hafi sprottið upp eftir athugun lögreglu vorið 2024, þar á meðal mál Vilhjálms Forbergs og Smáríkisins. „Þetta er í raun alltaf sama moment, sem er til umræðu hvort að sé löglegt eða ekki. Við, augljóslega, teljum svo ekki vera.“
Netverslun með áfengi Verslun Evrópusambandið Áfengi Lögreglumál Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira