„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Árni Sæberg skrifar 27. ágúst 2025 06:45 Hildur Sunna Pálmadóttir er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Anton Brink Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt. Í fyrradag var fjallað um ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Vilhjálmi Forberg Ólafssyni, forsvarsmanni áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, sem er ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Vilhjálmur Forberg er ákærður sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi í Icelandic Trading Company b.v. en síðarnefnda félagið er eigandi Smáríkisins og skráð í Hollandi. Kjútís keypti og erlenda félagið seldi Í ákærunni segir að Kjútís ehf. hafi keypt hvítvínsbeljuna af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent kaupandanum en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Því væri þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar en brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsivist. Skiptir engu máli Vísi lá forvitni á að vita hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar að ákæra að íslenskt félag hefði keypt áfengið af heildsalanum áður en það var selt í gegnum netverslunina og sló því á þráðinn hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði svo ekki vera. „Þeir vilja væntanlega meina að áfengið hafi verið pantað í grunninn frá Icelandic Trading Company og þeir séu bara afhendingaraðili. Væntanlega munu þeir halda því fram en ég veit það ekki, það kemur í ljóst. Það er ákært af því að við teljum þetta vera ólöglega smásölu, sem ÁTVR hefur einkaleyfi á.“ En hvað ef Icelandic Trading Company hefði keypt áfengið af íslenskum heildsala? „Það gengi ekki upp af því að áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það.“ „Þeir halda að þetta sé einhver loophole“ Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni en óumdeilt er að heimilt er að panta áfengi erlendis frá, til að mynda beint frá vínbónda í Frakklandi. Annað væri enda klárt brot á EES-samningnum, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði vara milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum tóku netverslanir, sem selja áfengi, að spretta upp sem gorkúlur hér á landi. Þær slaga nú hátt í þrjátíu talsins og eru allar í eigu erlendra fyrirtækja. Þess vegna telja eigendur þeirra sér stætt á því að selja áfengi hér á landi í skjóli EES-samningsins. Nú er það svo víða að hægt er að panta áfengi í gegnum vefverslun og sækja það samstundis á afhendingarstað. Því er nokkuð ljóst að vöruskemmur þessara verslana eru ekki erlendis. „Þeir halda að þetta sé einhver loophole en við sjáum bara til,“ segir Hildur Sunna. Um þetta verði væntanlega deilt fyrir dómstólum, að því gefnu að Vilhjálmur Forberg haldi uppi vörnum í málinu. Fleiri ákærur í farvatninu Hildur Sunna segir að enn sem komið er hafi ekki verið ákveðið að ákæra fleiri vegna meintrar ólögmætar vefverslunar með áfengi en nokkur mál séu í vinnslu hjá lögreglu. Þar ber hæst tvær kærur sem ÁTVR lagði fram fyrir rétt liðlega fimm árum. Þá segir Hildur Sunna að nokkur mál hafi sprottið upp eftir athugun lögreglu vorið 2024, þar á meðal mál Vilhjálms Forbergs og Smáríkisins. „Þetta er í raun alltaf sama moment, sem er til umræðu hvort að sé löglegt eða ekki. Við, augljóslega, teljum svo ekki vera.“ Netverslun með áfengi Verslun Evrópusambandið Áfengi Lögreglumál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Í fyrradag var fjallað um ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Vilhjálmi Forberg Ólafssyni, forsvarsmanni áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, sem er ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Vilhjálmur Forberg er ákærður sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi í Icelandic Trading Company b.v. en síðarnefnda félagið er eigandi Smáríkisins og skráð í Hollandi. Kjútís keypti og erlenda félagið seldi Í ákærunni segir að Kjútís ehf. hafi keypt hvítvínsbeljuna af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent kaupandanum en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Því væri þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar en brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsivist. Skiptir engu máli Vísi lá forvitni á að vita hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar að ákæra að íslenskt félag hefði keypt áfengið af heildsalanum áður en það var selt í gegnum netverslunina og sló því á þráðinn hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði svo ekki vera. „Þeir vilja væntanlega meina að áfengið hafi verið pantað í grunninn frá Icelandic Trading Company og þeir séu bara afhendingaraðili. Væntanlega munu þeir halda því fram en ég veit það ekki, það kemur í ljóst. Það er ákært af því að við teljum þetta vera ólöglega smásölu, sem ÁTVR hefur einkaleyfi á.“ En hvað ef Icelandic Trading Company hefði keypt áfengið af íslenskum heildsala? „Það gengi ekki upp af því að áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það.“ „Þeir halda að þetta sé einhver loophole“ Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni en óumdeilt er að heimilt er að panta áfengi erlendis frá, til að mynda beint frá vínbónda í Frakklandi. Annað væri enda klárt brot á EES-samningnum, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði vara milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum tóku netverslanir, sem selja áfengi, að spretta upp sem gorkúlur hér á landi. Þær slaga nú hátt í þrjátíu talsins og eru allar í eigu erlendra fyrirtækja. Þess vegna telja eigendur þeirra sér stætt á því að selja áfengi hér á landi í skjóli EES-samningsins. Nú er það svo víða að hægt er að panta áfengi í gegnum vefverslun og sækja það samstundis á afhendingarstað. Því er nokkuð ljóst að vöruskemmur þessara verslana eru ekki erlendis. „Þeir halda að þetta sé einhver loophole en við sjáum bara til,“ segir Hildur Sunna. Um þetta verði væntanlega deilt fyrir dómstólum, að því gefnu að Vilhjálmur Forberg haldi uppi vörnum í málinu. Fleiri ákærur í farvatninu Hildur Sunna segir að enn sem komið er hafi ekki verið ákveðið að ákæra fleiri vegna meintrar ólögmætar vefverslunar með áfengi en nokkur mál séu í vinnslu hjá lögreglu. Þar ber hæst tvær kærur sem ÁTVR lagði fram fyrir rétt liðlega fimm árum. Þá segir Hildur Sunna að nokkur mál hafi sprottið upp eftir athugun lögreglu vorið 2024, þar á meðal mál Vilhjálms Forbergs og Smáríkisins. „Þetta er í raun alltaf sama moment, sem er til umræðu hvort að sé löglegt eða ekki. Við, augljóslega, teljum svo ekki vera.“
Netverslun með áfengi Verslun Evrópusambandið Áfengi Lögreglumál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira