Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2025 09:09 Vanda var áður formaður KSÍ en er núna lektor við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra. Vanda ræddi agaleysi meðal barna, samfélagsmiðlanotkun þeirra og takmarkaða samkennd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir það tilfinningu hennar, og annarra sem hún hittir að, agaleysið sé meira. Það sé einnig meira skeytingarleysi gagnvart öðrum og algengara að börn séu með fordóma eins og kvenfyrirlitningu. Vanda segir þetta þó ekki einungis tilfinningu, heldur komi þetta líka fram í ýmsum tölum. Það séu fleiri tilkynningar til barnaverndar um ofbeldi, það séu fleiri tilkynningar um einelti. Þá hafi niðurstöður síðustu PISA könnunar sýnt að nemendur í íslenskum skóla voru fjórðu neðstu þegar mæld var samkennd. Vanda segir þetta það alvarlegasta í niðurstöðum könnunarinnar að hennar mati. Niðurstöður um lestur og lesskilning hafi vissulega verið alvarlegar en skortur á samkennd hafi einnig alvarleg áhrif á námsárangur. „Það er erfiðara að kenna, það er erfiðara að læra í hópum þar sem er lítil samkennd. Þar sem er ekki samstaða í bekknum og þar sem er ekki virðing í samskiptum. Í svona hópum brýst upp allskonar,“ segir Vanda sem ræddi vanda barna og lausnir við þeim í morgun. Fullorðið fólk þurfi að líta í eigin barm Hún segir gott að muna að ef það er lítil samkennd hjá börnum er það líklega þannig að hana skorti líklega hjá fleirum. Það þurfi ekki að gera meira en að opna samfélagsmiðla til að sjá það og fullorðið fólk þurfi því að líta í eigin barm. Góðu fréttirnar séu þó þær að það sé hægt að kenna samkennd. Vanda segir hegðun Íslendinga stundum eins og pendúl sem fari frá einum öfgum í aðrar öfgar. Eitt sinn hafi uppeldi barna verið of harkalegt. Börnum hafi verið refsað og þau lamin ef þau hegðuðu sér ekki vel. Í dag séum við svo í öfugum enda og það skorti aga. „Við hefðum átt að stoppa þarna einhvers staðar í jákvæðum aga og skýrum römmum og jákvæðum afleiðingum. Við hefðum átt að stoppa þar en við gerðum það ekki og fórum í alveg hinn endann.“ Hún segir börnum ekki líða vel við þessar aðstæður og það sé mikil þörf að taka á þessu. Það sé ekki hægt að benda á einhvern einn, kennara, foreldra eða börnin sjálf, heldur sé þetta samfélagslegt vandamál og það séu til lausnir en það þurfi allir að vinna að þeim saman. Annars muni ekkert breytast. Vanda segir samfélagsmiðlanotkun til dæmis spila inn í og það sé best ef að foreldrar yngri barna taki sig saman um að leyfa þeim ekki að nota þá. Það séu börn að útskrifast úr grunnskóla núna sem erfitt sé að taka samfélagsmiðlana af en það sé hægt að byrja á þeim sem séu ekki komin með aðgang að þeim. Samfélagið þurfi að taka U-beygju Vanda sér iðulega um fræðslu fyrir foreldra og segir að á einu slíku kvöldi fyrir foreldra í Hvassaleitisskóla hafi ein móðir velt því fram að eftir tuttugu ár muni enginn skilja hvað fólk hafi verið að spá að afhenda börnum svona tæki algjörlega rammalaust og önnur sagðist nýbúin að átta sig á því að það væru þrír að sjá um uppeldi barnsins. „Ég, maðurinn minn og algóritminn.“ Vanda segir áríðandi að hið opinbera komi inn með stuðning í svona verkefni en þetta sé vel gerlegt og nefnir til dæmis Kanada. Þar sé fólk svakaleg kurteisi og mjög tillitsamt. „Þetta er menning þjóðar og hún er ekki meðfædd,“ segir Vanda. Það sé hægt að kenna þetta eins og annað. Vanda segir ósanngjarnt að skella skuldinni alltaf á skólann þegar talað er um börn. Þetta sé samvinnuverkefni heimilis og skóla og það þurfi allir að taka ábyrgð. Foreldrar þurfi að stíga niður fæti og aðstoða kennara og þjálfara að vinna með börnum. „Við sem samfélag þurfum að hjálpast að við að taka U-beygju út úr þessari vegferð sem við erum á og tölurnar sýna að er ekki góð.“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Símanotkun barna Íþróttir barna Samfélagsmiðlar Bítið PISA-könnun Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Vanda ræddi agaleysi meðal barna, samfélagsmiðlanotkun þeirra og takmarkaða samkennd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir það tilfinningu hennar, og annarra sem hún hittir að, agaleysið sé meira. Það sé einnig meira skeytingarleysi gagnvart öðrum og algengara að börn séu með fordóma eins og kvenfyrirlitningu. Vanda segir þetta þó ekki einungis tilfinningu, heldur komi þetta líka fram í ýmsum tölum. Það séu fleiri tilkynningar til barnaverndar um ofbeldi, það séu fleiri tilkynningar um einelti. Þá hafi niðurstöður síðustu PISA könnunar sýnt að nemendur í íslenskum skóla voru fjórðu neðstu þegar mæld var samkennd. Vanda segir þetta það alvarlegasta í niðurstöðum könnunarinnar að hennar mati. Niðurstöður um lestur og lesskilning hafi vissulega verið alvarlegar en skortur á samkennd hafi einnig alvarleg áhrif á námsárangur. „Það er erfiðara að kenna, það er erfiðara að læra í hópum þar sem er lítil samkennd. Þar sem er ekki samstaða í bekknum og þar sem er ekki virðing í samskiptum. Í svona hópum brýst upp allskonar,“ segir Vanda sem ræddi vanda barna og lausnir við þeim í morgun. Fullorðið fólk þurfi að líta í eigin barm Hún segir gott að muna að ef það er lítil samkennd hjá börnum er það líklega þannig að hana skorti líklega hjá fleirum. Það þurfi ekki að gera meira en að opna samfélagsmiðla til að sjá það og fullorðið fólk þurfi því að líta í eigin barm. Góðu fréttirnar séu þó þær að það sé hægt að kenna samkennd. Vanda segir hegðun Íslendinga stundum eins og pendúl sem fari frá einum öfgum í aðrar öfgar. Eitt sinn hafi uppeldi barna verið of harkalegt. Börnum hafi verið refsað og þau lamin ef þau hegðuðu sér ekki vel. Í dag séum við svo í öfugum enda og það skorti aga. „Við hefðum átt að stoppa þarna einhvers staðar í jákvæðum aga og skýrum römmum og jákvæðum afleiðingum. Við hefðum átt að stoppa þar en við gerðum það ekki og fórum í alveg hinn endann.“ Hún segir börnum ekki líða vel við þessar aðstæður og það sé mikil þörf að taka á þessu. Það sé ekki hægt að benda á einhvern einn, kennara, foreldra eða börnin sjálf, heldur sé þetta samfélagslegt vandamál og það séu til lausnir en það þurfi allir að vinna að þeim saman. Annars muni ekkert breytast. Vanda segir samfélagsmiðlanotkun til dæmis spila inn í og það sé best ef að foreldrar yngri barna taki sig saman um að leyfa þeim ekki að nota þá. Það séu börn að útskrifast úr grunnskóla núna sem erfitt sé að taka samfélagsmiðlana af en það sé hægt að byrja á þeim sem séu ekki komin með aðgang að þeim. Samfélagið þurfi að taka U-beygju Vanda sér iðulega um fræðslu fyrir foreldra og segir að á einu slíku kvöldi fyrir foreldra í Hvassaleitisskóla hafi ein móðir velt því fram að eftir tuttugu ár muni enginn skilja hvað fólk hafi verið að spá að afhenda börnum svona tæki algjörlega rammalaust og önnur sagðist nýbúin að átta sig á því að það væru þrír að sjá um uppeldi barnsins. „Ég, maðurinn minn og algóritminn.“ Vanda segir áríðandi að hið opinbera komi inn með stuðning í svona verkefni en þetta sé vel gerlegt og nefnir til dæmis Kanada. Þar sé fólk svakaleg kurteisi og mjög tillitsamt. „Þetta er menning þjóðar og hún er ekki meðfædd,“ segir Vanda. Það sé hægt að kenna þetta eins og annað. Vanda segir ósanngjarnt að skella skuldinni alltaf á skólann þegar talað er um börn. Þetta sé samvinnuverkefni heimilis og skóla og það þurfi allir að taka ábyrgð. Foreldrar þurfi að stíga niður fæti og aðstoða kennara og þjálfara að vinna með börnum. „Við sem samfélag þurfum að hjálpast að við að taka U-beygju út úr þessari vegferð sem við erum á og tölurnar sýna að er ekki góð.“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Símanotkun barna Íþróttir barna Samfélagsmiðlar Bítið PISA-könnun Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira