Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 00:09 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart börnum í Úkraínu og fyrrverandi utanríkisráðherra. Sýn Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. „Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
„Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira