„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 13:31 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Framboð húsnæðis á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa segir fjármálaráðherra. Hann segir húsnæðismál ríkisstjórnar, sem náðu ekki fram á vorþingi, verða í forgangi í haust. Þegar ákvörðun um óbreytta stýrivexti var kynnt í gær sagði seðlabankastjóri að verðbólga án húsnæðisliðar væri samkvæmt markmiði. Hann velti því upp hvort fasteignaverð væri einfaldlega of hátt sem sæist á því hversu mikið af eignum væru til sölu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tók að vissu leyti undir orð seðlabankastjóra og sagði greiningar fjármálaráðuneytisins benda til að töluvert framboð væri á húsnæði hér á landi. „Vandamálið virðist vera að það framboð sem er á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa. Þú veist jafnvel og ég að á ólíku æviskeiði þá hefur þú efni á ólikum eignum og þarft ólíkar eignir. Framboð og framboð er ekki sami hluturinn,“ sagði Daði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fyrstu kaupendur finna ekki eignirnar sem þeir þurfa Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar voru kaupsamningar vegna nýrra íbúða 40% færri en á sama tíma í fyrra á meðan markaður fyrir notaðar íbúðir er í jafnvægi, þrátt fyrir það seljast nýjar íbúðir sjaldan á undirverði. Þar kemur einnig fram að framboð eigna sé mikið í sögulegu samhengi. Fjármálaráðherra boðar aðgerðir frá ríkisstjórninni í haust. „Þetta eru ýmsar aðgerðir sem snúa að framboði og því að rýmka fyrir á fasteignamarkaðnum. Síðan þurfum við líka að horfa til aðgerða sem ýta undir framboð til að tryggja það að þetta verð ekki uppspretta verðbólgu til lengri tíma.“ Daði segir það fyrst og fremst vera fyrstu kaupendur sem virðast ekki finna eignir sem þeir þurfa og bæta þurfi samráð við sveitastjórnir. „Þannig að við getum tryggt það að það sem er í boði af húsnæði sé það sem íslendingar þurfa af húsnæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Þegar ákvörðun um óbreytta stýrivexti var kynnt í gær sagði seðlabankastjóri að verðbólga án húsnæðisliðar væri samkvæmt markmiði. Hann velti því upp hvort fasteignaverð væri einfaldlega of hátt sem sæist á því hversu mikið af eignum væru til sölu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tók að vissu leyti undir orð seðlabankastjóra og sagði greiningar fjármálaráðuneytisins benda til að töluvert framboð væri á húsnæði hér á landi. „Vandamálið virðist vera að það framboð sem er á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa. Þú veist jafnvel og ég að á ólíku æviskeiði þá hefur þú efni á ólikum eignum og þarft ólíkar eignir. Framboð og framboð er ekki sami hluturinn,“ sagði Daði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fyrstu kaupendur finna ekki eignirnar sem þeir þurfa Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar voru kaupsamningar vegna nýrra íbúða 40% færri en á sama tíma í fyrra á meðan markaður fyrir notaðar íbúðir er í jafnvægi, þrátt fyrir það seljast nýjar íbúðir sjaldan á undirverði. Þar kemur einnig fram að framboð eigna sé mikið í sögulegu samhengi. Fjármálaráðherra boðar aðgerðir frá ríkisstjórninni í haust. „Þetta eru ýmsar aðgerðir sem snúa að framboði og því að rýmka fyrir á fasteignamarkaðnum. Síðan þurfum við líka að horfa til aðgerða sem ýta undir framboð til að tryggja það að þetta verð ekki uppspretta verðbólgu til lengri tíma.“ Daði segir það fyrst og fremst vera fyrstu kaupendur sem virðast ekki finna eignir sem þeir þurfa og bæta þurfi samráð við sveitastjórnir. „Þannig að við getum tryggt það að það sem er í boði af húsnæði sé það sem íslendingar þurfa af húsnæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira