„Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/Anton Seðlabankastjóri biður almenning að sýna þolinmæði en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir haldist óbreyttir og verði áfram 7,5 prósent. Seðlabankinn spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum. Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir en þeir eru nú 7,5%. Í síðustu fimm stýrivaxtaákvörðunum hafði peningastefnunefnd bankans lækkað vexti en þeir voru 9,25% í ágúst fyrir ári síðan þegar vaxtalækkunarferlið hófst. Nefndin var einróma í sinni ákvörðun en í yfirlýsingu hennar kemur fram að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna á ný er kemur fram á næsta ár. Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil. „Vextir eru mjög háir“ Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi náð að lækka vexti samhliða lækkandi verðbólgu. „Við verðum allavega að gera hlé á því núna. Það er meiri hagvöxtur en við bjuggumst við, það er sérstaklega meiri fjárfesting. Fjárfesting er jákvæð, góð fyrir landið en hún að einhverju leyti viðheldur þenslustigi,“ sagði Ásgeir í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við sjáum að vextir eru mjög háir, 7,5% og þeir eru að kæla kerfið niður en það gengur aðeins hægar.“ Síðustu metrarnir í vaxtalækkunarferli séu erfiðir Hann segir verðbólguspá hafa versnað til skemmri tíma, aukning verðbólgunnar sé tímabundin og síðustu metrarnir í svona ferli séu oft erfiðir. „Verðbólga án húsnæðis hefur verið á markmiði en við höfum séð töluverða verðbólgu koma í gegnum leiguverð og hækkun á fasteignaverði. Auðvitað erum við að vonast til þess að það sé að hætta, að við séum ekki að sjá fasteignamarkaðinn leggja til verðbólgu.“ Jafnframt segir Ásgeir vísbendingar vera um að almenningur sé að leggja meiri pening til hliðar þar sem einkaneysla hafi verið minni en vöxtur tekna. Markmið um að hafa hemil á einkaneyslu hafi að einhverju leyti náðst með háum vöxtum. Hann segir síðustu kjarasamninga greinilega hafa skilað verkalýðsfélögum mikilli aukningu á kaupmætti. Ásgeir segir að árangur sé að nást en ferlið taki lengri tíma en búist var við. „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur. Ég hef fulla trúa á því að þessar aðgerðir sem við höfum gripið til séu að skila sér og við munum sjá árangur.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira