Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2025 21:01 Hilmar Gunnarsson er verkefnastjóri Í túninu heima. Vísir/Lýður Valberg Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Þar eru fjölbreyttir viðburðir alla helgina, á föstudagskvöldinu gleðjast allir í brekkusöng í Álafosskvos og hefur hátíðin alltaf náð hápunkti á laugardagskvöldinu þegar stórir útitónleikar fara fram. Tónleikarnir verða þó ekki á laugardeginum í ár, heldur hafa þeir verið færðir til klukkan fimm á sunnudag. Ekki allir ánægðir Ákvörðunin hefur ekki lagst vel í alla. Í íbúahóp Mosfellsbæjar á Facebook hafa sprottið upp umræður þar sem ákvörðunin er gagnrýnd. Það sé sorglegt að fáeinir vandræðapésar skuli eyðileggja viðburðinn fyrir öllum, ákvörðunin sé til skammar og hún sorgleg. Fólk hvatt til að bregðast við ákvörðuninni í næstu kosningum og einhverjir ætla ekki að skreyta heimili sitt fyrir hátíðina. Hilmar Gunnarsson, verkefnastjóri Í túninu heima, segir atburði í kringum hátíð síðasta árs hafa haft áhrif. Bryndís Klara Birgisdóttir lést á föstudeginum, sex dögum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á menningarnótt. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ segir Hilmar. Nóg af fjöri fyrir alla Þó svo að tónleikarnir séu með öðruvísi sniði verði nóg um að vera. Götugrill, brekkusöngur, ball og fleira. Hins vegar hafi tónleikarnir þróast í unglingafyllerí og það þurfi góða núllstillingu. „Við höfum séð það síðustu tvö, þrjú ár að það eru ansi mörg eftirlitslaus ungmenni að sýna af sér, stundum, ósæmilega hegðun. Stundum fullorðna fólkið líka, ég ætla ekki bara að dæma ungmennin. En þessi vettvangur hefur boðið upp á það að allir geti mætt og verið fullir á bak við sjoppu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira