Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2025 13:51 Meðlimir þjóðvarðaliðs Bandaríkjanna eru mættir til Washington DC, þar sem þeir eiga að sinna löggæslu. AP/Julia Demaree Nikhinson Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir þessar ætlanir sem eru til skoðunar. Um þrjú hundruð hermenn þessarar hersveitar yrðu staðsettir í herstöð í Alabama og aðrir þrjú hundruð í herstöð í Arizona. Trump lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að dómsmálaráðherra hans myndi taka stjórn á lögreglunni í Washington DC og að þjóðvarðliðar yrðu sendir til borgarinnar, með því markmiðið að stöðva meinta glæpaöldu í borginni. Var það eftir að fyrrverandi starfsmaður DOGE, sem var nokkurskonar niðurskurðarstofnun Elons Musk, varð fyrir árás í borginni. Á blaðamannafundi í gær talaði Trump um að grípa til svipaðra aðgerða í öðrum borgum Bandaríkjanna í framtíðinni. Sjá einnig: Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Bandaríska hernum er lögum samkvæmt ekki heimilt að starfa á bandarískri grundu, nema í neyðartilfellum og hefur Trump áður notað slíkar undanþágur. Það gerði hann til að mynda fyrr á þessu ári þegar hann tók yfir stjórn á þjóðvarðliði Kaliforínu og sendi þúsundir þeirra auk landgönguliða til Los Angeles. Hann hefur einnig sent þúsundir hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þessi nýja hersveit markar þó ákveðna stigmögnun þegar kemur að valdbeitingu Trumps heima fyrir. Í skjölum sem blaðamenn hafa séð og eru dagsett bæði í júlí og ágúst, kemur fram að fyrst yrði hægt að stofna þessa hersveit á næsta fjárlagaári, undir fjárveitingum frá varnarmálaráðuneytinu. Mögulegt yrði þó að stofna hana fyrr, finnist fjármagn annars staðar. Þar kemur einnig skýrt fram að verði hersveitin að raunveruleika telji einhverjir af forsvarsmönnum þjóðvarðliðsins að það gæti komið verulega niður á því hve tilbúnir menn séu til að bjóða sig fram til þjónustu í þjóðvarðliðinu. Það myndi einnig fækka mönnum sem hægt væri að nota til annarra verkefna, eins og baráttu gegn gróðureldum og viðbrögð við náttúruhamförum. Hersveitin myndi koma niður á þjálfun, fjármagni til annarra verkefna og búnaði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira