„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar 12. ágúst 2025 10:01 Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun