„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar 12. ágúst 2025 10:01 Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga margar merkilegar sögur af tilraunum í gegnum tíðina. Sumar hafa tekist prýðilega aðrar síður. Fræg er sagan af hagyrðingi sem var svo kröftugur að hann gat kveðið barn í konu. Hvers vegna er ég að velta þessu fyrir mér á fallegum degi hér norðan heiða? Jú, ég er að velta fyrir mér stofnun sem hefur gríðarlega mikil áhrif á afkomu Íslendinga. Hafrannsóknarstofnun. Niðurstöður hennar hafa mikil áhrif á hvernig ekki bara sjávarbyggðum landsins reiðir af heldur þjóðarbúinu í heild. Margir leggja við hlustir þegar þessi ágæta stofnun birtir niðurstörður rannsókna sinna og ráðgjöf um veiðar úr hinum ýmsu nytjastofnum við landið. Þær niðurstöður geta til að mynda haft áhrif á hvað er til skiptanna til opinberra framkvæmda. Mörg undanfarin ár hef ég ásamt öðrum m.a. Magnúsi Jónssyni veðurfræðingi, Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Kristni Péturssyni fyrrverandi alþingismanni, vakið athygli göllum í aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar og þar með ráðgjöf stofnunarinnar. Nauðsynlegt að gera fleira en telja fiska Reiknilíkan Hafrannsóknarstofnunar byggir nær eingöngu á talningu fiska. Það gerir lítið með líf- og vistfræðilegar forsendur á borð við ástand fisksins og samkeppni hans við aðra fiska um fæðu í hafinu. Þegar núverandi aflaregla var tekin upp í þorski árið 2008 voru gefin þau fyrirheit að aflinn yrði stöðugur frá árinu 2012 í kringum 350 þúsund tonná ári. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Ráðgjöf stofnunarinnar og þar með leyfilegur heildarafli hefur aldrei náð 300 þúsund tonnum á ári. Nú stefnir í að þorskaflinn verði aðeins 200 þúsund tonn á næsta ári fari ráðherra sjávarútvegs að fullu eftir ráðleggingum Hafró. Menn hljóta að þurfa að spyrja sig hvað valdi þessum samdrætti þegar forsendur höfunda aflareglunnar hafa gengið eftir mörg undanfarin ár þannig að árangurinn ætti að hafa sýnt sig. Veiðireglunni hefur verið fylgt út í ystu æsar. Hafró hefur til að mynda sagt risastóran hrygningarstofn vera fyrir hendi en engu að síður hefur dæmið ekki gengið upp. Hvað er þá til ráða? Eigum við að leiðrétta útkomuna, endurmeta lífmassa stofnanna eftirá til að láta hana stemma við aflaregluna eða ættum við að líta aðeins betur á þær forsendur sem reglan byggir á og endurskoða þær? Tugþúsundir tonna hurfu án skýringa Í gögnum Hafró má meðal annars finna skýrslur um gríðarlegt magn af fiski sem hvarf. Enginn fulltrúi stofnunarinnar getur skýrt út hvað varð af af þessum tugum og jafnvel hundruðum þúsunda tonna af fiski. Á miðju sumri galt Hafró stóran varhug við því að bætt yrði við kvóta til strandveiða um eitt prómill af því magni sem „týndist” án þess að gera grein fyrir því hvert fiskurinn fór. Stofnunin gefur ráðgjöf fyrir hverja og eina nytjategund upp á tonn þrátt fyrir mikla óvissu um áreiðanleika mælinga. Árið 2019 mældi stofnunin þorskstofnin vera ríflega 1.402 þúsund tonn. Tveimur árum síðar endurmat stofnunin niðurstöður sínar og sagði stofninn í raun hafa verið 315 þúsund tonnum minni en en mælingar ársins 2019 höfðu gefið til kynna. Ráðamenn þessa lands hafa því ríkt tilefni til að staldra við. Kanna ráðgjöfina og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið og alla framsetningu hennar. Nú heyrast þær raddir að fiskveiðiauðlindin sé ekki fullnýtt vegna skorts á fjárveitingum til Hafró. Ég leyfi mér að efast stórlega um þessa leikfimi með tölur. Ég tel að vandinn sé ekki peningar heldur að það skorti verulega á að horft sé með gagnrýnum hætti á forsendur núverandi ráðgjafar. Það þurfi að nálgast verkefnið út frá vistfræðilegum lögmálum. Vísindamenn sem greina nú frá á minnkandi stofni og nýliðun í þorski ættu að horfast í augu við gögnin. Greina frá því að tilgáta þeirra og ráðgjöf hafi ekki verið rétt. Að eina svarið sé heiðarlegt endurmat. Niðurstöður Hafró eru til ráðgjafar við ákvörðun ráðherra um magn veiðiheimilda. Stofnunin býr fiskinn ekki til frekar en að hagyrðingurinn barnið með kveðskap sínum. Ef við kjörnir fulltrúar sjáum annmarka á vinnubrögðunum ber okkur að sjálfsögðu að bregðast við því. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun