Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 22:07 Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum fór yfir stöðuna vestanhafs í kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir ákvörðun Trump um að kalla út þjóðvarðlið til höfuðborgarinnar mjög óvenjulega og valdabrölt að mörgu leyti. Hann býst við fleiri útspilum eins og þessu frá Trump í framtíðinni. Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira