Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 22:07 Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum fór yfir stöðuna vestanhafs í kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir ákvörðun Trump um að kalla út þjóðvarðlið til höfuðborgarinnar mjög óvenjulega og valdabrölt að mörgu leyti. Hann býst við fleiri útspilum eins og þessu frá Trump í framtíðinni. Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent