Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 11. ágúst 2025 08:02 Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun