Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 14:31 Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó. EPA Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. „Bandaríkin munu ekki koma hingað til Mexíkó með herinn. Við vinnum saman, og að sameiginlegum markmiðum, en það verður engin innrás. Við útilokum það algjörlega,“ segir Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. New York Times greindi frá áformum Trumps í gær, en fram kom að aðgerðinar beindust gegn glæpasamtökum sem ríkisstjórn hans hafði skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggði grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Í svari við fyrirspurn BBC til Hvíta Hússins um málið var engu svarað um áformin, en sagt var að höfuðáhersla Trumps væri að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Trump skrifaði undir forsetatilskipun fyrr á þessu ári, þar sem átta eiturlyfjaglæpasamtök voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök, en þar af voru sex frá Mexíkó. Claudia Sheinbaum segir að ríkisstjórn hennar viti af væntanlegum boðuðum aðgerðum Trumps gegn glæpasamtökunum, en þær hefðu ekkert með herinn að gera. „Það er einfaldlega ekki hluti af samkomulaginu, langt því frá. Þegar þetta hefur komið upp, höfum við alltaf svarað neitandi.“ Áður hefur hún sagt að ákvörðun Trumps um að skilgreina glæpahringina sem hryðjuverkasamtök megi ekki verða tækifæri fyrir Bandaríkjamenn að grafa undan fullveldi Mexíkó. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að skilgreining glæpahringjanna sem hryðjuverkasamtök auðveldi til að mynda leyniþjónustu Bandaríkjanna að afla upplýsinga um þá. Síðast í maí þá hafnaði Claudia boði Trumps Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða í baráttunni við glæpagengi. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
„Bandaríkin munu ekki koma hingað til Mexíkó með herinn. Við vinnum saman, og að sameiginlegum markmiðum, en það verður engin innrás. Við útilokum það algjörlega,“ segir Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. New York Times greindi frá áformum Trumps í gær, en fram kom að aðgerðinar beindust gegn glæpasamtökum sem ríkisstjórn hans hafði skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggði grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Í svari við fyrirspurn BBC til Hvíta Hússins um málið var engu svarað um áformin, en sagt var að höfuðáhersla Trumps væri að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Trump skrifaði undir forsetatilskipun fyrr á þessu ári, þar sem átta eiturlyfjaglæpasamtök voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök, en þar af voru sex frá Mexíkó. Claudia Sheinbaum segir að ríkisstjórn hennar viti af væntanlegum boðuðum aðgerðum Trumps gegn glæpasamtökunum, en þær hefðu ekkert með herinn að gera. „Það er einfaldlega ekki hluti af samkomulaginu, langt því frá. Þegar þetta hefur komið upp, höfum við alltaf svarað neitandi.“ Áður hefur hún sagt að ákvörðun Trumps um að skilgreina glæpahringina sem hryðjuverkasamtök megi ekki verða tækifæri fyrir Bandaríkjamenn að grafa undan fullveldi Mexíkó. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að skilgreining glæpahringjanna sem hryðjuverkasamtök auðveldi til að mynda leyniþjónustu Bandaríkjanna að afla upplýsinga um þá. Síðast í maí þá hafnaði Claudia boði Trumps Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða í baráttunni við glæpagengi.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira