Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 13:47 Páll Pálsson fasteignasali segir meðalaldur fyrstu kaupenda vera hækka gríðarlega. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Páll segir það næstum því vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign í nýbyggingu. Um 80 prósent komist ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. „Meira að segja bara par, þó þú sért ungt par að kaupa, þá kemstu ekki inn á markaðinn, ekki í gegnum greiðslumat, nema með því að taka verðtryggt lán. Þannig að þetta er bara mjög snúin og flókin staða að vera fyrsti kaupandi í dag með þetta að gera,“ segir Páll, sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var fjallað um könnun sem Samtök iðnaðarins lögðu fyrir stjórnendur verktakafyritækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Of lítið af nýbyggingu til sölu Páll segir að í dag sé um 10 - 11 prósent af íbúðum til sölu nýbyggingar, og það sé allt of lítið. Hlutfallið ætti að vera um 25 - 30 prósent. Snúin staða fyrstu kaupenda búi til undirliggjandi þrýsting á markaðinn. „Maður sér það bara á heimsóknartölum á fasteignavef Vísis og slíku, að það er mikill áhugi, en þessi markhópur er ekki að komast á markaðinn.“ „En fyrstu kaupendur eru svo mikilvægur markhópur, af því að þegar þú ert að selja fyrstu eignina þína, held að meðaltíminn sé 3 - 4 ár í fyrstu íbúð, þá þarf sá einstaklingur að kaupa annað. Þau eru kannski búin að eignast barn eða tvö, þau þurfa ða kaupa fjögurra herbergja íbúð, og þau sem eru að selja íbúðina eru kannski að kaupa sér hæð eða einbýli.“ „Þannig verður oft stífla í keðju, þannig fyrstu kaupendur eru ofboðslega mikilvægur markhópur, upp á þetta að gera,“ segir Páll. Ágætt jafnvægi sé á markaðnum eins og hann er núna, fín sala og almennt jafnvægi. „En það sem menn hafa áhyggjur af er að þegar vaxtaumhverfið fer að breytast, þá er svo ofboðslega stór hópur sem er búinn að vera bíða lengi, og er kannski búinn að vera safna sér, hreinsar upp lagerinn, eins og gerðist hérna árin 2020 - 2021.“ „Það er raunverulegur ótti hjá fagaðilum að þessar aðstæður muni skapast aftur, og þá mun fasteignaverð hækka alveg gríðarlega mikið, og fara síðan aftur út í verðbólgu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Fleiri fréttir Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira
Páll segir það næstum því vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign í nýbyggingu. Um 80 prósent komist ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. „Meira að segja bara par, þó þú sért ungt par að kaupa, þá kemstu ekki inn á markaðinn, ekki í gegnum greiðslumat, nema með því að taka verðtryggt lán. Þannig að þetta er bara mjög snúin og flókin staða að vera fyrsti kaupandi í dag með þetta að gera,“ segir Páll, sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var fjallað um könnun sem Samtök iðnaðarins lögðu fyrir stjórnendur verktakafyritækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Of lítið af nýbyggingu til sölu Páll segir að í dag sé um 10 - 11 prósent af íbúðum til sölu nýbyggingar, og það sé allt of lítið. Hlutfallið ætti að vera um 25 - 30 prósent. Snúin staða fyrstu kaupenda búi til undirliggjandi þrýsting á markaðinn. „Maður sér það bara á heimsóknartölum á fasteignavef Vísis og slíku, að það er mikill áhugi, en þessi markhópur er ekki að komast á markaðinn.“ „En fyrstu kaupendur eru svo mikilvægur markhópur, af því að þegar þú ert að selja fyrstu eignina þína, held að meðaltíminn sé 3 - 4 ár í fyrstu íbúð, þá þarf sá einstaklingur að kaupa annað. Þau eru kannski búin að eignast barn eða tvö, þau þurfa ða kaupa fjögurra herbergja íbúð, og þau sem eru að selja íbúðina eru kannski að kaupa sér hæð eða einbýli.“ „Þannig verður oft stífla í keðju, þannig fyrstu kaupendur eru ofboðslega mikilvægur markhópur, upp á þetta að gera,“ segir Páll. Ágætt jafnvægi sé á markaðnum eins og hann er núna, fín sala og almennt jafnvægi. „En það sem menn hafa áhyggjur af er að þegar vaxtaumhverfið fer að breytast, þá er svo ofboðslega stór hópur sem er búinn að vera bíða lengi, og er kannski búinn að vera safna sér, hreinsar upp lagerinn, eins og gerðist hérna árin 2020 - 2021.“ „Það er raunverulegur ótti hjá fagaðilum að þessar aðstæður muni skapast aftur, og þá mun fasteignaverð hækka alveg gríðarlega mikið, og fara síðan aftur út í verðbólgu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Fleiri fréttir Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira