Innlent

Maðurinn sem féll í ána er látinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
kerti

Maður sem féll í Vestari Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag er látinn. Hann var erlendur ferðamaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning um málið um eittleytið í dag. Lögregla, læknir, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang, og einnig var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Fram kemur að tilraunir til endurlífgunar hafi ekki borið árangur og maðurinn úrskurðaður látinn. 

„Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að tildrög slyssins séu nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×