Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2025 06:25 Við Glæsibæ í gærkvöldi. Enginn var handtekinn og enginn slasaðist í hópslagsmálunum sem brutust út milli stuðningsmanna Víkings og danska liðsins Bröndby eftir leik liðanna sem fram fór í gær og lauk með 3-0 sigri Víkinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna óláta á fótboltaleiknum þar sem stuðningsmenn hafi verið með „læti og leiðindi“ og þeim vísað í burtu af vettvangi. „Lögregla fylgdi þeim eftir á bar skammt frá, stuttu seinna var tilkynnt um hópslagsmál, lögregla kom á vettvang og þar var enginn slasaður og enginn handtekinn. Lögregla þurfti að beita piparúða þegar mestu lætin voru. Einn tilkynnti lögreglu að hann var fyrir líkamsárás en ekki vitað um geranda,“ segir í tilkynningu lögreglu. Að neðan má sjá myndband af átökunum sem brutust út fyrir utan Ölver í Glæsibæ. Í tilkynningu lögreglu segir einnig að lögregla hafi komist að því að knattspyrnufélag væri að selja áfengi ólöglega á íþróttaleik og að lögregla sé með málið til rannsóknar. Í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um mann að brjóta rúðu og þá var lögregla sömuleiðis kölluð út vegna þjófnaðar í matvöruverslun og hávaða í heimahúsi. Sveiflaði hafnaboltakylfu út um gluggann Í miðborginni var sömuleiðis óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar með áhaldi. Þar fór þolandi árásarinnar á slysadeild með sjúkraliði og var árásarmaður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Á höfuðborgarsvæðinu var einnig tilkynnt um ökumann sem var að sveifla hafnaboltakylfu út um glugga bílsins, en lögregla hafði ekki uppi á honum. Loks segir að leigubílstjóri hafi tilkynnt lögreglu að honum hafi verið ógnað með hníf af farþega sínum. Lögregla fór þar á vettvang og handtók mann sem vistaður var í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Lögreglumál Reykjavík Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna óláta á fótboltaleiknum þar sem stuðningsmenn hafi verið með „læti og leiðindi“ og þeim vísað í burtu af vettvangi. „Lögregla fylgdi þeim eftir á bar skammt frá, stuttu seinna var tilkynnt um hópslagsmál, lögregla kom á vettvang og þar var enginn slasaður og enginn handtekinn. Lögregla þurfti að beita piparúða þegar mestu lætin voru. Einn tilkynnti lögreglu að hann var fyrir líkamsárás en ekki vitað um geranda,“ segir í tilkynningu lögreglu. Að neðan má sjá myndband af átökunum sem brutust út fyrir utan Ölver í Glæsibæ. Í tilkynningu lögreglu segir einnig að lögregla hafi komist að því að knattspyrnufélag væri að selja áfengi ólöglega á íþróttaleik og að lögregla sé með málið til rannsóknar. Í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um mann að brjóta rúðu og þá var lögregla sömuleiðis kölluð út vegna þjófnaðar í matvöruverslun og hávaða í heimahúsi. Sveiflaði hafnaboltakylfu út um gluggann Í miðborginni var sömuleiðis óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar með áhaldi. Þar fór þolandi árásarinnar á slysadeild með sjúkraliði og var árásarmaður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins. Á höfuðborgarsvæðinu var einnig tilkynnt um ökumann sem var að sveifla hafnaboltakylfu út um glugga bílsins, en lögregla hafði ekki uppi á honum. Loks segir að leigubílstjóri hafi tilkynnt lögreglu að honum hafi verið ógnað með hníf af farþega sínum. Lögregla fór þar á vettvang og handtók mann sem vistaður var í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Lögreglumál Reykjavík Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47