Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2025 14:46 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby létu öllu illum látum þegar leið á leikinn og eftir leik. Pawel Wewiorski Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku. Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku.
Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira