Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2025 14:46 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby létu öllu illum látum þegar leið á leikinn og eftir leik. Pawel Wewiorski Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku. Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku.
Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira