Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar 7. ágúst 2025 10:01 Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Afleiðingin hefur verið sú að veikum einstaklingum hefur í raun verið gert að senda grafalvarlegan sjúkdóm í „sumarfrí“. Afleiðingar þessara lokana hafa verið víðtækar, ekki aðeins fyrir þá sem þurfa á meðferð að halda, heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra, börn, foreldra og samfélagið í heild. Sumaropnun SÁÁ markar tímamót í baráttunni gegn fíknisjúkdómum á Íslandi og sýnir svart á hvítu hvernig pólitískur vilji getur leitt til raunverulegra umbóta. Inga Sæland hefur allt frá því að Flokkur fólksins tók fyrst sæti á Alþingi árið 2017 haft það eitt af sínu helsta baráttumáli að afnema það furðulega fyrirkomulag að loka lífsnauðsynlegum meðferðarúrræðum yfir sumarmánuðina. Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa baráttu skila árangri. Í fjáraukalögum í júní síðastliðnum samþykkti ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar 350 milljóna króna aukafjárveitingu til að efla úrræði í fíknimeðferð. Með þeirri ákvörðun hefur verið tryggt að: Engar sumarlokanir verða lengur hjá SÁÁ, Krýsuvíkursamtökunum eða meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti; þessi úrræði geta nú haldist opin allan ársins hring. Göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítalanum hafa fengið aukið fjármagn til að styrkja þjónustuna og fjárstuðningur við ýmis skaðaminnkandi úrræði hefur verið aukinn. Þetta er skýrt dæmi um hvað getur gerst þegar ríkisstjórn setur fólkið og velferð þess í forgang. Það leiðir til raunverulegra breytinga sem hafa bein áhrif á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Þetta er kjarninn í því sem Flokkur fólksins stendur fyrir og við erum stolt af að hafa komið þessu máli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Fíkn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Afleiðingin hefur verið sú að veikum einstaklingum hefur í raun verið gert að senda grafalvarlegan sjúkdóm í „sumarfrí“. Afleiðingar þessara lokana hafa verið víðtækar, ekki aðeins fyrir þá sem þurfa á meðferð að halda, heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra, börn, foreldra og samfélagið í heild. Sumaropnun SÁÁ markar tímamót í baráttunni gegn fíknisjúkdómum á Íslandi og sýnir svart á hvítu hvernig pólitískur vilji getur leitt til raunverulegra umbóta. Inga Sæland hefur allt frá því að Flokkur fólksins tók fyrst sæti á Alþingi árið 2017 haft það eitt af sínu helsta baráttumáli að afnema það furðulega fyrirkomulag að loka lífsnauðsynlegum meðferðarúrræðum yfir sumarmánuðina. Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa baráttu skila árangri. Í fjáraukalögum í júní síðastliðnum samþykkti ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar 350 milljóna króna aukafjárveitingu til að efla úrræði í fíknimeðferð. Með þeirri ákvörðun hefur verið tryggt að: Engar sumarlokanir verða lengur hjá SÁÁ, Krýsuvíkursamtökunum eða meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti; þessi úrræði geta nú haldist opin allan ársins hring. Göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítalanum hafa fengið aukið fjármagn til að styrkja þjónustuna og fjárstuðningur við ýmis skaðaminnkandi úrræði hefur verið aukinn. Þetta er skýrt dæmi um hvað getur gerst þegar ríkisstjórn setur fólkið og velferð þess í forgang. Það leiðir til raunverulegra breytinga sem hafa bein áhrif á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Þetta er kjarninn í því sem Flokkur fólksins stendur fyrir og við erum stolt af að hafa komið þessu máli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun