Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 13:17 Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands. EPA/DUMITRU DORU Grískir ráðherrar og háttsettir embættismenn eru grunaðir um að hafa svikið hundruð milljóna evra í formi landbúnaðarstyrkja frá Evrópusambandinu. Ólíklegt þykir að þeir verði sóttir til saka þar sem Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, stendur í vegi rannsóknar. Svikamylla þessi er sögð hafa snúist um árabil en embætti saksóknara Evrópusambandsins (EPPO) hefur sakað fjölda Grikkja um að taka við landbúnaðarstyrkjum vegna jarðareigna sem þeir eiga ekki og fyrir landbúnað sem þeir hafa ekki stundað. Er þetta sagt hafa komið niður á raunverulegum bændum í Grikklandi. Opinber stofnun (OPEKEPE) tók við styrkjunum og deildi þeim út en hún hefur nú verið lögð niður. Samkvæmt frétt Politico var gríska þinginu send í síðustu viku löng skýrsla þar sem meðal annars má lesa eftirrit af hlerunum þar sem menn ræða sín á milli um hvernig hægt sé að halda svikamyllunni gangandi og halda svo á spilunum svo fleiri geti grætt. Mennirnir munu hafa svikið að minnsta kosti 290 milljónir evra frá Evrópusambandinu. Það samsvarar um 41,5 milljörðum króna. Að minnsta kosti fimm núverandi og fyrrverandi ráðherrar hafa verið bendlaðir við málið og að minnsta kosti tíu þingmenn. Mitsotakis hefur ákveðið að sækja umrædda menn ekki til saka og rannsaka málið ekki frekar og er það á þeim grunni að samkvæmt grískum lögum er það eingöngu gríska þingið sem getur sótt ráðherra til saka. Einungis mánuður er síðan Mitsotakis hét því að komast til botns í málinu. Á þingi í síðustu viku sagði forsætisráðherrann að Grikkland þyrfti ekki á þessum „skandal-æsingum“ að halda, heldur sannleikanum. Þá sagðist hann vilja finna varanlega lausn á vandamálinu en eins og áður segir hefur hann staðið í vegi ítarlegri rannsóknar í garð embættismanna. Landbúnaðarráðherra sakaðir um spillingu Í skýrslu EPPO segir að glæpasamtök sem innihéldu embættismenn frá OPEKEPE, áðurnefndri stofnun sem útdeildi styrkjum fyrir hönd ESB, og þingmenn og aðra sem tóku við styrkjum á ólöglegum grundvelli. Embættismenn í landbúnaðarráðuneyti Grikklands eru sakaðir um að hafa unnið með svikahröppunum til að halda svikamyllunni gangandi. Einnig er spjótum beint að tveimur fyrrverandi landbúnaðarráðherrum og þeir sakaðir um fjársvik. Í einu tilfelli var fyrrverandi yfirmanni OPEKEPE vikið úr starfi af öðrum áðurnefndum fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Sá yfirmaður hafði þá reynt að stöðva fjölmargar styrkveitingar á þeim grunni að þörf væri á því að rannsaka þær nánar. Eftir að honum var bolað ú starfi voru greiðslurnar, rúmlega níu þúsund talsins, sendar út. Í skýrslu EPPO segir að frekari rannsókna sé þörf til að ná almennilega utan um umfang svikanna. Þó umfangið liggi ekki fyrir er talið að þeir hafi stolið að minnsta kosti 290 milljónum evra. Leiðtogar ESB hafa vegna þessa lækkað landbúnaðarstyrki til Grikklands á næsta ári um fjögur hundruð milljónir. Grikkland Evrópusambandið Erlend sakamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Svikamylla þessi er sögð hafa snúist um árabil en embætti saksóknara Evrópusambandsins (EPPO) hefur sakað fjölda Grikkja um að taka við landbúnaðarstyrkjum vegna jarðareigna sem þeir eiga ekki og fyrir landbúnað sem þeir hafa ekki stundað. Er þetta sagt hafa komið niður á raunverulegum bændum í Grikklandi. Opinber stofnun (OPEKEPE) tók við styrkjunum og deildi þeim út en hún hefur nú verið lögð niður. Samkvæmt frétt Politico var gríska þinginu send í síðustu viku löng skýrsla þar sem meðal annars má lesa eftirrit af hlerunum þar sem menn ræða sín á milli um hvernig hægt sé að halda svikamyllunni gangandi og halda svo á spilunum svo fleiri geti grætt. Mennirnir munu hafa svikið að minnsta kosti 290 milljónir evra frá Evrópusambandinu. Það samsvarar um 41,5 milljörðum króna. Að minnsta kosti fimm núverandi og fyrrverandi ráðherrar hafa verið bendlaðir við málið og að minnsta kosti tíu þingmenn. Mitsotakis hefur ákveðið að sækja umrædda menn ekki til saka og rannsaka málið ekki frekar og er það á þeim grunni að samkvæmt grískum lögum er það eingöngu gríska þingið sem getur sótt ráðherra til saka. Einungis mánuður er síðan Mitsotakis hét því að komast til botns í málinu. Á þingi í síðustu viku sagði forsætisráðherrann að Grikkland þyrfti ekki á þessum „skandal-æsingum“ að halda, heldur sannleikanum. Þá sagðist hann vilja finna varanlega lausn á vandamálinu en eins og áður segir hefur hann staðið í vegi ítarlegri rannsóknar í garð embættismanna. Landbúnaðarráðherra sakaðir um spillingu Í skýrslu EPPO segir að glæpasamtök sem innihéldu embættismenn frá OPEKEPE, áðurnefndri stofnun sem útdeildi styrkjum fyrir hönd ESB, og þingmenn og aðra sem tóku við styrkjum á ólöglegum grundvelli. Embættismenn í landbúnaðarráðuneyti Grikklands eru sakaðir um að hafa unnið með svikahröppunum til að halda svikamyllunni gangandi. Einnig er spjótum beint að tveimur fyrrverandi landbúnaðarráðherrum og þeir sakaðir um fjársvik. Í einu tilfelli var fyrrverandi yfirmanni OPEKEPE vikið úr starfi af öðrum áðurnefndum fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Sá yfirmaður hafði þá reynt að stöðva fjölmargar styrkveitingar á þeim grunni að þörf væri á því að rannsaka þær nánar. Eftir að honum var bolað ú starfi voru greiðslurnar, rúmlega níu þúsund talsins, sendar út. Í skýrslu EPPO segir að frekari rannsókna sé þörf til að ná almennilega utan um umfang svikanna. Þó umfangið liggi ekki fyrir er talið að þeir hafi stolið að minnsta kosti 290 milljónum evra. Leiðtogar ESB hafa vegna þessa lækkað landbúnaðarstyrki til Grikklands á næsta ári um fjögur hundruð milljónir.
Grikkland Evrópusambandið Erlend sakamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira