Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. ágúst 2025 13:18 Karol Nawrocki, varð í dag nýr forseti Póllands. EPA/RADEK PIETRUSZKA Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum. Nawrocki er fulltrúi þjóðernisíhaldsmanna í embætti rétti eins og forveri hans, Andrzej Duda, sem var forseti Póllands í tíu ár. Í forsetakosningunum, sem fram fóru í byrjun júní sl. naut Nawrocki stuðnings Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Nawrocki er sagður hliðhollur MAGA hreyfingu Trump og tala fyrir kólnandi sambandi við Úkraínu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi í sumar að Nawrocki myndi beita neitunarvaldi forseta gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og gagnvart hinsegin fólki. Í forsetakosningunum í sumar hlaut Nawrocki 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Kosningasigur Nawrocki var sagt áfall fyrir vonir Donald Tusk forsætisráðherra um að festa frekara samstarf við Evrópusambandið í sessi. Nawrocki er sagður vilja draga úr áhrifum sambandsins og kallaði meðal annars eftir „fullveldi Póllands“ í embættistökunni í morgun. Nawrocki virðist strax ætla að valda ríkisstjórn Donald Tusk usla með því að leggja til aðgerðir eins og skattalækkanir sem líklega verða vinsælar hjá mörgum kjósendum en erfiðar í framkvæmd. „Sem forsætisráðherra hef ég hingað til unnið með þremur forsetum, hvernig verður það með þann fjórða? Við munum ráða við það,“ skrifaði Tusk, í færslu á samfélagsmiðilinn X. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Nawrocki er fulltrúi þjóðernisíhaldsmanna í embætti rétti eins og forveri hans, Andrzej Duda, sem var forseti Póllands í tíu ár. Í forsetakosningunum, sem fram fóru í byrjun júní sl. naut Nawrocki stuðnings Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Nawrocki er sagður hliðhollur MAGA hreyfingu Trump og tala fyrir kólnandi sambandi við Úkraínu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi í sumar að Nawrocki myndi beita neitunarvaldi forseta gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og gagnvart hinsegin fólki. Í forsetakosningunum í sumar hlaut Nawrocki 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Kosningasigur Nawrocki var sagt áfall fyrir vonir Donald Tusk forsætisráðherra um að festa frekara samstarf við Evrópusambandið í sessi. Nawrocki er sagður vilja draga úr áhrifum sambandsins og kallaði meðal annars eftir „fullveldi Póllands“ í embættistökunni í morgun. Nawrocki virðist strax ætla að valda ríkisstjórn Donald Tusk usla með því að leggja til aðgerðir eins og skattalækkanir sem líklega verða vinsælar hjá mörgum kjósendum en erfiðar í framkvæmd. „Sem forsætisráðherra hef ég hingað til unnið með þremur forsetum, hvernig verður það með þann fjórða? Við munum ráða við það,“ skrifaði Tusk, í færslu á samfélagsmiðilinn X.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira