Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2025 12:30 Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, flutti Ólafsvökuræðuna, stefnuyfirlýsingu landsstjórnar Færeyja, við setningu Lögþingsins í fyrradag. Løgmansskrivstovan Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. Umræður um Ólafsvökuræðu lögmannsins, sem í raun er stefnuræða landsstjórnarinnar, hófust á Lögþinginu í morgun, en skilyrðið um að hækkun eftirlaunaaldurs fylgi Suðureyjargöngum er núna eitt helsta mál færeyskra fjölmiðla. „Ef við ætlum að vera framsýn og tryggja fjárhagslega samkeppnishæfni til lengri tíma litið verðum við að hækka eftirlaunaaldurinn,“ sagði Aksel V. Johannesen í ræðunni í fyrradag. Skrúðgangan milli Dómkirkjunnar í Þórshöfn og þinghússins fyrir setningu Lögþingsins. Fremst ganga lögmaðurinn, Aksel V. Johannesen, til vinstri, fyrir miðju er forseti Lögþingsins, Bjørt Samuelsen, og til hægri biskup Færeyja, Jógvan Fríðriksson. Prestar Færeyja ganga á undan þingmönnum.Løgtingið Hann sagði að miðað við árið 1985 lifðu Færeyingar núna að meðaltali fjórum til fimm árum lengur. „Það er gott að lífslíkur halda áfram að hækka. En það þýðir að við fáum lífeyri greiddan í sífellt fleiri ár eftir því sem við eldumst. En á sama tíma munu sífellt færri borga. Það gengur ekki upp,“ sagði lögmaðurinn. Hann tók fram að breytingarnar færu ekki að taka gildi fyrr en árið 2035. Einnig yrðu undantekningar. Þannig yrði tekið tillit til kröfu verkalýðsfélaga um að fólk, sem verið hefði á vinnumarkaði frá unga aldri, gæti farið fyrr á eftirlaun. Samtímis skýrði lögmaðurinn frá því að frumvarp um Suðureyjargöng, langstærsta jarðgangaverkefni í sögu Færeyja, yrði lagt fram að nýju í haust. Göngin gætu orðið allt að 26 kílómetra löng, eftir því hvaða leið verður valin. Vonaðist lögmaðurinn eftir breiðri samstöðu. Málið væri brýnt til að stöðva fólksfækkun á Suðurey. „Við stóðum saman um Fámjin-göngin, sem núna hafa verið opnuð, um Dalsgöngin, sem líklega munu opna eftir ár, og um Tjörnuvíkurgöngin, þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári,“ sagði Aksel. Hann lét ekki nægja að boða enn ein jarðgöngin, til Tjörnuvíkur, heldur tilkynnti jafnframt um smíði tveggja nýrra ferja. Önnur myndi sigla til Karlseyjar, og líklega verða boðin út á þessu ári, og hin myndi sigla til Svíneyjar og Fuglseyjar. Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í viðauka sem fylgir Ólafsvökuræðunni kemur fram að á fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Þinganesi þann 10. júní síðastliðinn hafi náðst þverpólitískt samkomulag um að halda áfram undirbúningi Suðureyjarganga með tilheyrandi vegtengingum. Sérstakt fyrirtæki, P/F Suðuroyartunnilin, myndi áfram bera ábyrgð á verkefninu og því falið að bera saman tvö mismunandi valkosti. Þegar þeirri greiningu væri lokið yrði málið lagt fyrir Lögþingið til ákvörðunar. Lögþingsmenn ásamt ráðherrum landsstjórnar skrúðklæddir á Þinghúsvelli framan við hús Lögþingsins í Þórshöfn í fyrradag.Løgtingið Í þessum tilmælum felst jafnframt sú pólitíska niðurstaða að Skúfey verður tengd við jarðgöngin. Valkostirnir, sem greina á, gera nefnilega báðir ráð fyrir tengingu við Skúfey, sem liggur á milli Sandeyjar og Suðureyjar. Á Skúfey er aðeins eitt þorp með um 40 íbúa. Um 4.500 manns búa núna á Suðurey en þar bjuggu 5.900 manns árið 1985. Íbúar Sandeyjar eru um 1.200 talsins en 10,8 kílómetra löng Sandeyjargöng frá Straumey voru opnuð fyrir jólin 2023, eins og sjá má hér: Fjármálaráðherrann Ruth Vang, formaður Framsóknar, lagðist í vor gegn samþykkt Suðureyjarganga nema stjórnarfrumvarp um hækkun eftirlaunaldurs fengist einnig í gegn. Hún taldi þá breytingu nauðsynlega ef tryggja ætti sjálfbærni færeyska hagkerfisins til framtíðar. Lögþingið hafði áður samþykkt árið 2018 að 67 ára eftirlaunaaldur skyldi frá 1. júlí 2024 hækka um hálft ár og aftur um hálft ár frá 1. júli 2030. Það þýðir að frá árinu 2030 verður eftirlaunaldur í Færeyjum kominn í 68 ár. Frumvarpið gerði ráð fyrir að haldið yrði áfram á sömu braut; að eftirlaunaaldur yrði hækkaður í jöfnum áföngum upp í 70 ár til ársins 2042. Næsta skref yrði tekið árið 2035 með hækkun upp í 68 ár og þrjá mánuði. Hér má heyra um áform íslenskra stjórnvalda í jarðgangamálum: Færeyjar Samgöngur Eldri borgarar Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. 7. júlí 2025 20:40 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Umræður um Ólafsvökuræðu lögmannsins, sem í raun er stefnuræða landsstjórnarinnar, hófust á Lögþinginu í morgun, en skilyrðið um að hækkun eftirlaunaaldurs fylgi Suðureyjargöngum er núna eitt helsta mál færeyskra fjölmiðla. „Ef við ætlum að vera framsýn og tryggja fjárhagslega samkeppnishæfni til lengri tíma litið verðum við að hækka eftirlaunaaldurinn,“ sagði Aksel V. Johannesen í ræðunni í fyrradag. Skrúðgangan milli Dómkirkjunnar í Þórshöfn og þinghússins fyrir setningu Lögþingsins. Fremst ganga lögmaðurinn, Aksel V. Johannesen, til vinstri, fyrir miðju er forseti Lögþingsins, Bjørt Samuelsen, og til hægri biskup Færeyja, Jógvan Fríðriksson. Prestar Færeyja ganga á undan þingmönnum.Løgtingið Hann sagði að miðað við árið 1985 lifðu Færeyingar núna að meðaltali fjórum til fimm árum lengur. „Það er gott að lífslíkur halda áfram að hækka. En það þýðir að við fáum lífeyri greiddan í sífellt fleiri ár eftir því sem við eldumst. En á sama tíma munu sífellt færri borga. Það gengur ekki upp,“ sagði lögmaðurinn. Hann tók fram að breytingarnar færu ekki að taka gildi fyrr en árið 2035. Einnig yrðu undantekningar. Þannig yrði tekið tillit til kröfu verkalýðsfélaga um að fólk, sem verið hefði á vinnumarkaði frá unga aldri, gæti farið fyrr á eftirlaun. Samtímis skýrði lögmaðurinn frá því að frumvarp um Suðureyjargöng, langstærsta jarðgangaverkefni í sögu Færeyja, yrði lagt fram að nýju í haust. Göngin gætu orðið allt að 26 kílómetra löng, eftir því hvaða leið verður valin. Vonaðist lögmaðurinn eftir breiðri samstöðu. Málið væri brýnt til að stöðva fólksfækkun á Suðurey. „Við stóðum saman um Fámjin-göngin, sem núna hafa verið opnuð, um Dalsgöngin, sem líklega munu opna eftir ár, og um Tjörnuvíkurgöngin, þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári,“ sagði Aksel. Hann lét ekki nægja að boða enn ein jarðgöngin, til Tjörnuvíkur, heldur tilkynnti jafnframt um smíði tveggja nýrra ferja. Önnur myndi sigla til Karlseyjar, og líklega verða boðin út á þessu ári, og hin myndi sigla til Svíneyjar og Fuglseyjar. Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í viðauka sem fylgir Ólafsvökuræðunni kemur fram að á fundi með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Þinganesi þann 10. júní síðastliðinn hafi náðst þverpólitískt samkomulag um að halda áfram undirbúningi Suðureyjarganga með tilheyrandi vegtengingum. Sérstakt fyrirtæki, P/F Suðuroyartunnilin, myndi áfram bera ábyrgð á verkefninu og því falið að bera saman tvö mismunandi valkosti. Þegar þeirri greiningu væri lokið yrði málið lagt fyrir Lögþingið til ákvörðunar. Lögþingsmenn ásamt ráðherrum landsstjórnar skrúðklæddir á Þinghúsvelli framan við hús Lögþingsins í Þórshöfn í fyrradag.Løgtingið Í þessum tilmælum felst jafnframt sú pólitíska niðurstaða að Skúfey verður tengd við jarðgöngin. Valkostirnir, sem greina á, gera nefnilega báðir ráð fyrir tengingu við Skúfey, sem liggur á milli Sandeyjar og Suðureyjar. Á Skúfey er aðeins eitt þorp með um 40 íbúa. Um 4.500 manns búa núna á Suðurey en þar bjuggu 5.900 manns árið 1985. Íbúar Sandeyjar eru um 1.200 talsins en 10,8 kílómetra löng Sandeyjargöng frá Straumey voru opnuð fyrir jólin 2023, eins og sjá má hér: Fjármálaráðherrann Ruth Vang, formaður Framsóknar, lagðist í vor gegn samþykkt Suðureyjarganga nema stjórnarfrumvarp um hækkun eftirlaunaldurs fengist einnig í gegn. Hún taldi þá breytingu nauðsynlega ef tryggja ætti sjálfbærni færeyska hagkerfisins til framtíðar. Lögþingið hafði áður samþykkt árið 2018 að 67 ára eftirlaunaaldur skyldi frá 1. júlí 2024 hækka um hálft ár og aftur um hálft ár frá 1. júli 2030. Það þýðir að frá árinu 2030 verður eftirlaunaldur í Færeyjum kominn í 68 ár. Frumvarpið gerði ráð fyrir að haldið yrði áfram á sömu braut; að eftirlaunaaldur yrði hækkaður í jöfnum áföngum upp í 70 ár til ársins 2042. Næsta skref yrði tekið árið 2035 með hækkun upp í 68 ár og þrjá mánuði. Hér má heyra um áform íslenskra stjórnvalda í jarðgangamálum:
Færeyjar Samgöngur Eldri borgarar Jarðgöng á Íslandi Vegtollar Tengdar fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. 7. júlí 2025 20:40 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. 19. maí 2025 22:35
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55
Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. 7. júlí 2025 20:40
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50