Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. júlí 2025 16:31 Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Skipulag Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um borgaruppbyggingu einkennst af gagnrýni sem beinist að þéttingu byggðar. Þétting hefur í síauknum mæli verið gerð að blóraböggli fyrir allt sem miður hefur farið í skipulags- og byggingarmálum. En þessi nálgun er bæði ómálefnaleg og hættuleg fyrir framþróun borga. Sú einföldun að telja þéttleika rót alls ills í borgarskipulagi hylmir yfir þann raunverulega þátt sem skiptir öllu máli: Gæði og samhengi uppbyggingar, óháð þéttleika. Það er hægt að byggja upp vel heppnaða þétta byggð, rétt eins og hægt er að klúðra uppbyggingu í dreifðri byggð. Þéttleiki í sjálfu sér segir lítið um gæði og lífsgæði – það er hönnunin, samhengið og framkvæmdin sem skipta máli. Dæmi um þetta er Kaupmannahöfn, borg sem er um 13 sinnum þéttari en Reykjavík og nýtur engu að síður gífurlegra vinsælda meðal Íslendinga sem ferðast þangað í massavís til að njóta menningar, mannlífs, þjónustu og borgarumhverfis sem virkar. Á sama tíma er Reykjavík dreifðasta höfuðborg Norðurlanda. Það er því vart hægt að halda því fram að gengið hafi verið of langt í þéttingu hér. Það sem skiptir máli er hvernig við tryggjum gæði í uppbyggingu, hvort sem hún er þétt eða dreifð. Umræðan um þéttingu byggðar hefur í auknum mæli orðið að pólitísku þrætuepli. Þeir sem lengi hafa staðið utan valdastóls í borginni hafa nýtt sér umræðuna til að skapa skautun. Þetta er hættuleg þróun sem hamlar því að við getum rætt skipulagsmál af yfirvegun með gæði og framtíðarsýn að leiðarljósi. Nú hefur Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og fyrrum borgarstjóri rasað fram á völlinn en það sem er grátbroslegt við það er að hann hafði takmarkaðan smekk fyrir áhuga mínum á gæðum og borgarhönnunarstefnu en setti mikinn þrýsting á hraða. Þegar hraði er eina viðfangsefnið í uppbyggingu falla gæðin í skuggann. Þá gengur uppbyggingin ekki alltaf eins vel og lagt var upp með. Vel heppnuð uppbygging snýst um gæði en ekki þéttleika. Í stað þess að festa sig í tvíhyggju um þétta eða dreifða byggð ættum við að einblína á borgarhönnun og gæði. Reykjavíkurborg vinnur nú að sinni fyrstu borgarhönnunarstefnu og undir minni forystu í umhverfis- skipulagsráði stefnum við að því að klára hana haustið 2025. Markmiðið er að skapa sameiginlegan ramma um hvernig við byggjum borg sem þjónar fólkinu sem í henni býr með hamingju, heilsu, sjálfbærni og mannlíf að leiðarljósi. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við byggja upp borg í anda Kaupmannahafnar þar sem við getum gengið, hjólað, notað almenningssamgöngur og notið menningar og mannlífs? Eða viljum við byggja í anda Orlando í Florida, með endalausum bílahverfum og þjónustukjörnum eins og Korputorgi? Þetta eru ekki aðeins hugmyndafræðilegir valkostir því þeir hafa raunveruleg áhrif á heilsu, hamingju, umhverfið og framtíðarkostnað einstaklinga og samfélagsins. Við eigum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn sem sótti sína hugmyndafræði og sækir enn til Bandaríkjanna og lagði grunn að þeirri bílaborg sem Reykjavík er nú. Bestu dæmin um þetta eru Skeifan, Múlarnir, Korputorg og Spöngin sem hafa næst að því drepið hverfisverslanir sem áður þjónustuðu nærumhverfið. Við getum gert betur til að einfalda líf fólks, minnka skutlið, draga úr hraða samfélagsins, streitu og veseni. En það krefst þess að við höfum kjark til að horfast í augu við það sem betur má fara, læra af því sem hefur virkað vel og beina athyglinni að gæðunum og góðri borgarhönnun. Að þétta byggð er góð borgarþróun - en það er ekki sama hvernig það er gert. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun