Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 08:29 Frá fundi Trumps og Ishiba í Hvíta húsinu í febrúar síðastliðnum. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um að samkomulag um „risastóran“ viðskiptasamning milli Japans og Bandaríkjanna hafi náðst. Samkomulagið felur meðal annars í sér að 15 prósenta tollur verði lagður á japanskar vörur, en Japan muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum. Síðan tilkynnt var um samninginn í nótt hefur hlutabréfaverð í japönskum bílaframleiðendum tekið gríðarlegan kipp upp á við. Hlutir í Toyota hafa hækkað um fimmtán prósent og Honda um tólf prósent. Nikkei 225 vísitalan fyrir hlutabréfamarkað í Japan hækkaði um 3,9 prósent, og hefur ekki verið hærri á þessu ári. Áður hafði Trump lagt 25 prósenta toll á Japan þar sem viðskiptahalli ríkjanna var Japönum í vil. Tollalækkanirnar niður í 15 prósent munu taka gildi fyrsta ágúst næstkomandi. Trump hafði áður hótað að leggja 25 prósenta toll á japanskar vörur, þar sem viðskiptahallinn milli ríkjanna er Japönum í vil. Um fjórðungur útflutnings Japana til Bandaríkjanna samanstendur af bílum og vörum þeim tengdum. „Þeir selja okkur milljónir bíla á hverju ári. Við seljum þeim enga bíla af því þeir vilja ekki taka á móti þeim. Þeir taka ekki heldur á móti landbúnaðarvörunum okkar,“ sagði Trump um Japani í síðustu viku. Samningurinn felur meðal annars í sér að Japanir muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum, sem Trump segir að muni skapa mörg hundruð þúsund störf í Bandaríkjunum. Einnig muni Japanir opna fyrir einhvern innflutning á bandarískum bílum og landbúnaðarvörum. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, segir að Japanir séu fyrstir til að fá lægri tolla á bíla án þess að settar verði fjöldatakmarkanir á innflutning þeirra. Samkomulagið feli ekki í sér lækkun tolla sem þeir leggja á innflutning. Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum að samkomulagið væri stærsti viðskiptasamningur sögunnar við Japan. „Þetta eru gríðarlega spennandi tímar fyrir Bandaríkin, og sérstaklega í ljósi þess að við munum áfram eiga í frábærum samskiptum við Japan,“ sagði Trump. BBC Telegraph Donald Trump Japan Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Bílar Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Síðan tilkynnt var um samninginn í nótt hefur hlutabréfaverð í japönskum bílaframleiðendum tekið gríðarlegan kipp upp á við. Hlutir í Toyota hafa hækkað um fimmtán prósent og Honda um tólf prósent. Nikkei 225 vísitalan fyrir hlutabréfamarkað í Japan hækkaði um 3,9 prósent, og hefur ekki verið hærri á þessu ári. Áður hafði Trump lagt 25 prósenta toll á Japan þar sem viðskiptahalli ríkjanna var Japönum í vil. Tollalækkanirnar niður í 15 prósent munu taka gildi fyrsta ágúst næstkomandi. Trump hafði áður hótað að leggja 25 prósenta toll á japanskar vörur, þar sem viðskiptahallinn milli ríkjanna er Japönum í vil. Um fjórðungur útflutnings Japana til Bandaríkjanna samanstendur af bílum og vörum þeim tengdum. „Þeir selja okkur milljónir bíla á hverju ári. Við seljum þeim enga bíla af því þeir vilja ekki taka á móti þeim. Þeir taka ekki heldur á móti landbúnaðarvörunum okkar,“ sagði Trump um Japani í síðustu viku. Samningurinn felur meðal annars í sér að Japanir muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum, sem Trump segir að muni skapa mörg hundruð þúsund störf í Bandaríkjunum. Einnig muni Japanir opna fyrir einhvern innflutning á bandarískum bílum og landbúnaðarvörum. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, segir að Japanir séu fyrstir til að fá lægri tolla á bíla án þess að settar verði fjöldatakmarkanir á innflutning þeirra. Samkomulagið feli ekki í sér lækkun tolla sem þeir leggja á innflutning. Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum að samkomulagið væri stærsti viðskiptasamningur sögunnar við Japan. „Þetta eru gríðarlega spennandi tímar fyrir Bandaríkin, og sérstaklega í ljósi þess að við munum áfram eiga í frábærum samskiptum við Japan,“ sagði Trump. BBC Telegraph
Donald Trump Japan Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Bílar Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur