Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 08:29 Frá fundi Trumps og Ishiba í Hvíta húsinu í febrúar síðastliðnum. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um að samkomulag um „risastóran“ viðskiptasamning milli Japans og Bandaríkjanna hafi náðst. Samkomulagið felur meðal annars í sér að 15 prósenta tollur verði lagður á japanskar vörur, en Japan muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum. Síðan tilkynnt var um samninginn í nótt hefur hlutabréfaverð í japönskum bílaframleiðendum tekið gríðarlegan kipp upp á við. Hlutir í Toyota hafa hækkað um fimmtán prósent og Honda um tólf prósent. Nikkei 225 vísitalan fyrir hlutabréfamarkað í Japan hækkaði um 3,9 prósent, og hefur ekki verið hærri á þessu ári. Áður hafði Trump lagt 25 prósenta toll á Japan þar sem viðskiptahalli ríkjanna var Japönum í vil. Tollalækkanirnar niður í 15 prósent munu taka gildi fyrsta ágúst næstkomandi. Trump hafði áður hótað að leggja 25 prósenta toll á japanskar vörur, þar sem viðskiptahallinn milli ríkjanna er Japönum í vil. Um fjórðungur útflutnings Japana til Bandaríkjanna samanstendur af bílum og vörum þeim tengdum. „Þeir selja okkur milljónir bíla á hverju ári. Við seljum þeim enga bíla af því þeir vilja ekki taka á móti þeim. Þeir taka ekki heldur á móti landbúnaðarvörunum okkar,“ sagði Trump um Japani í síðustu viku. Samningurinn felur meðal annars í sér að Japanir muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum, sem Trump segir að muni skapa mörg hundruð þúsund störf í Bandaríkjunum. Einnig muni Japanir opna fyrir einhvern innflutning á bandarískum bílum og landbúnaðarvörum. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, segir að Japanir séu fyrstir til að fá lægri tolla á bíla án þess að settar verði fjöldatakmarkanir á innflutning þeirra. Samkomulagið feli ekki í sér lækkun tolla sem þeir leggja á innflutning. Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum að samkomulagið væri stærsti viðskiptasamningur sögunnar við Japan. „Þetta eru gríðarlega spennandi tímar fyrir Bandaríkin, og sérstaklega í ljósi þess að við munum áfram eiga í frábærum samskiptum við Japan,“ sagði Trump. BBC Telegraph Donald Trump Japan Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Bílar Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Síðan tilkynnt var um samninginn í nótt hefur hlutabréfaverð í japönskum bílaframleiðendum tekið gríðarlegan kipp upp á við. Hlutir í Toyota hafa hækkað um fimmtán prósent og Honda um tólf prósent. Nikkei 225 vísitalan fyrir hlutabréfamarkað í Japan hækkaði um 3,9 prósent, og hefur ekki verið hærri á þessu ári. Áður hafði Trump lagt 25 prósenta toll á Japan þar sem viðskiptahalli ríkjanna var Japönum í vil. Tollalækkanirnar niður í 15 prósent munu taka gildi fyrsta ágúst næstkomandi. Trump hafði áður hótað að leggja 25 prósenta toll á japanskar vörur, þar sem viðskiptahallinn milli ríkjanna er Japönum í vil. Um fjórðungur útflutnings Japana til Bandaríkjanna samanstendur af bílum og vörum þeim tengdum. „Þeir selja okkur milljónir bíla á hverju ári. Við seljum þeim enga bíla af því þeir vilja ekki taka á móti þeim. Þeir taka ekki heldur á móti landbúnaðarvörunum okkar,“ sagði Trump um Japani í síðustu viku. Samningurinn felur meðal annars í sér að Japanir muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum, sem Trump segir að muni skapa mörg hundruð þúsund störf í Bandaríkjunum. Einnig muni Japanir opna fyrir einhvern innflutning á bandarískum bílum og landbúnaðarvörum. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, segir að Japanir séu fyrstir til að fá lægri tolla á bíla án þess að settar verði fjöldatakmarkanir á innflutning þeirra. Samkomulagið feli ekki í sér lækkun tolla sem þeir leggja á innflutning. Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum að samkomulagið væri stærsti viðskiptasamningur sögunnar við Japan. „Þetta eru gríðarlega spennandi tímar fyrir Bandaríkin, og sérstaklega í ljósi þess að við munum áfram eiga í frábærum samskiptum við Japan,“ sagði Trump. BBC Telegraph
Donald Trump Japan Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Bílar Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira