„Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2025 21:00 Guðrún segir stuld í verslununum hafa verið að breytast, nú sé meira um að þjófarnir komi í hópum. Krónan Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir langflesta viðskiptavini fyrirtækisins heiðarlegt og gott fólk og starfsmenn séu afar þakklátir fyrir þann stuðning sem þeir finna fyrir í því að fyrirbyggja þjófnað. Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna. Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna.
Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira