Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Þegar Alþingi komst loks í gegnum 160 klukkustunda málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið biðu þrjátíu og fimm stjórnarfrumvörp og þrjú nefndarfrumvörp lokaafgreiðslu í annarri og þriðju umræðu. Meira og minna allt þjóðþrifamál og mörg þeirra mál sem stjórnarandstaðan í orði kveðnu hefur sagst styðja. Mörg þeirra mál sem fyrrverandi stjórnarflokkar gátu aldrei komið sér saman um í sjö ára samstarfi þar til það sprakk vegna óeiningar þeirra. Af þrjátíu og fimm stjórnarfumvörpum voru flest frá ráðherrum Viðreisnar eða 16, 10 frá ráðherrum Samfylkingarinnar og 9 frá ráðherrum Flokks fólksins. Það er auðvitað athyglivert hvað þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Miðflokksins lögðust hatrammlega gegn öllum kjarabótum til elli- og örorkulífeyrisþega á sama tíma og þeir börðust með kjafti á klóm gegn leiðréttingu veiðigjalda á mörg ríkustu fyrirtæki landsins. Greiðslur til öryrkja og eldri borgara hækka samt En þótt stjórnarandstaðan kæmi í veg fyrir að frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur til öryrkja og eldri borgara miðist í framtíðinni við launavísitölu, sáu stjórnarflokkarnir engu að síður til þess að sú verður raunin. Gert er ráð fyrir þessari kjarabót í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem mun endurspeglast í væntanlegu fjárlagafrumvarpi í haust. Þá náðu frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra um réttargæslu fyrir fatlað fólk, aukið foreldraorlof til fjölburaforeldra og vegna veikinda á meðgöngu fram að ganga ásamt frumvarpi um aukinn rétt til sorgarleyfis og greiðslna í slíku leyfi. Einnig frumvarp sem aflétti 15 prósenta hlutdeild sveitarfélaga við uppbyggingu hjúkrunarheimila sem nú verður alfarið á höndum ríkisins. Á sama tíma hefur félags- og húsnæðismálaráðherra hleypt af stað uppbyggingu hjúkrunarheimila á sex stöðum með hundruð rýma og er hvergi hætt. Frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um nýtt námsmat í grunnskólum sem mjög mikið hefur verið kallað eftir náði einnig fram að ganga. Einnig frumvarp innviðaráðherra um jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem felur í sér réttlátar breytingar og heildarendurskoðun á því kerfi. Stjórnarandstaðan stöðvaði margs konar réttarbætur En stjórnarandstöðunni tókst að koma í veg fyrir samþykkt níu annarra frumvarpa ráðherra Flokks fólksins. Þeirra á meðal er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum sem ætlað er að stórbæta réttindi leigjenda með skráningu allra leigusamninga og þaki á hækkun húsleigu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins fagna væntanlega þessum árangri af meti sínu í málþófi, vörn þeirra fyrir mörg ríkustu fyrirtæki landsins. Stoltastir hljóta þessir þingmenn hins vegar að vera með að hafa komið í veg fyrir löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá má ekki gleyma frumvarpi atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Það átti að tryggja að strandveiðar gætu staðið í 48 daga og með því hefði sú lagalega skylda verið tekin af Fiskistofu að stöðva veiðarnar þegar aflamarkinu væri náð. Þingmenn Framsóknarflokksins lýstu því yfir að þeir væru fylgjandi strandveiðum. Samt tóku þeir þátt í því með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins að koma í veg fyrir að frumvarpið næði fram að ganga. Í orði kveðnu sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfi sínu við Framsónarflokkinn og Vinstri græn brýnt að gera bragarbót á lagaumhverfi virkjanaframkvæmda. Engu að síður komu þeir í veg fyrir að frumvörp umhverfis- orku og loftslagsráðherra um einföldun og samræmingu leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála og að frumvarp um breytingar á raforkulögum næðu fram að ganga ásamt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar með hafa þessir þingmenn lagt stein í götu virkjanaframkvæmda. Meina ekkert með yfirlýsingum í útlendingamálum Í orði kveðnu segjast þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins styðja hertari löggjöf varðandi landamærin og hælisleitendur. Þeir sáu aftur á móti til þess að frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála sem veitti heimildir til að endurheimta ávinning af brotum yrði ekki að lögum. Sömuleiðis stoppaði stjórnarandstaðan frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem felur í sér afturköllun alþjóðlegrar verndar gerist hælisleitendur alvarlega brotlegir við lög. Það stendur því ekki steinn yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðuflokkanna. Markmið þeirra voru skýr og margsinnis ítrekuð í rúmlega 3.000 ræðum og andsvörum og í viðræðum við stjórnarflokkanna um þinglok: Engu máli yrði hleypt í gegnum þingið nema ríkisstjórnin tæki veiðigjaldafrumvarpið af dagskrá eða legði fram í sínu nafni frumvarp sem stjórnarandstöðuflokkarnir kokkuðu upp eða fengu til sín frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Það frumvarp fól ekki í sér neinar kerfisbreytingar né staðfestingu á samkomulagi sem gert var eftir hrun bankanna um að 1/3 hagnaðar af fiskveiðum fari til ríkisins og 2/3 til útgerðanna. Þetta var skilyrði fyrir því að útgerðirnar fengju aftur til sín aflaheimildirnar eftir að þær urðu í raun tæknilega gjaldþrota vegna yfirveðsetningar eftir hrunið. Samkvæmt því frumvarpi sem stjórnarandstaðan bauð stjórnarflokkunum náðarsamlegast að leggja fram í sínu nafni yrðu engar kerfisbreytingar. Áfram yrði miðað við verð sem eigendur útgerða og vinnslu byggju til en veiðigjaldið hækkað örlítið í áföngum til margra ára. Þrátt fyrir allt málþóf og aðra tafaleiki stjórnarandstöðunnar samþykkti Alþingi engu að síður 35 stjórnarfrumvörp á þessum fyrstu fimm mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og ellefu þingsályktanir. Aðeins eitt þingmál var eftir í nefndum þingsins. Það er stórkostlegur árangur og ríkisstjórnin er rétt að byrja. Öll þingmálin sem ekki fengu afgreiðslu á vorþinginu verða lögð fram aftur þegar þing kemur saman á ný eftir átta vikur. Að auki má búast við að ríkisstjórnin leggi fram um eða yfir hundrað ný mál, því hún er staðráðin í að bæta hag almennings á öllum sviðum á sama tíma og ríkisfjármálin verða færð til betri vegar þannig að þau styðji við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hér er hlekkur á þau frumvörp sem voru tilbúin til loka afgreiðslu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn tóku Alþingi í gíslingu á síðustu fjórum vikunum fyrir frestun þingfunda. Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimir Már Pétursson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Flokkur fólksins Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Alþingi komst loks í gegnum 160 klukkustunda málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið biðu þrjátíu og fimm stjórnarfrumvörp og þrjú nefndarfrumvörp lokaafgreiðslu í annarri og þriðju umræðu. Meira og minna allt þjóðþrifamál og mörg þeirra mál sem stjórnarandstaðan í orði kveðnu hefur sagst styðja. Mörg þeirra mál sem fyrrverandi stjórnarflokkar gátu aldrei komið sér saman um í sjö ára samstarfi þar til það sprakk vegna óeiningar þeirra. Af þrjátíu og fimm stjórnarfumvörpum voru flest frá ráðherrum Viðreisnar eða 16, 10 frá ráðherrum Samfylkingarinnar og 9 frá ráðherrum Flokks fólksins. Það er auðvitað athyglivert hvað þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Miðflokksins lögðust hatrammlega gegn öllum kjarabótum til elli- og örorkulífeyrisþega á sama tíma og þeir börðust með kjafti á klóm gegn leiðréttingu veiðigjalda á mörg ríkustu fyrirtæki landsins. Greiðslur til öryrkja og eldri borgara hækka samt En þótt stjórnarandstaðan kæmi í veg fyrir að frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur til öryrkja og eldri borgara miðist í framtíðinni við launavísitölu, sáu stjórnarflokkarnir engu að síður til þess að sú verður raunin. Gert er ráð fyrir þessari kjarabót í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára sem mun endurspeglast í væntanlegu fjárlagafrumvarpi í haust. Þá náðu frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra um réttargæslu fyrir fatlað fólk, aukið foreldraorlof til fjölburaforeldra og vegna veikinda á meðgöngu fram að ganga ásamt frumvarpi um aukinn rétt til sorgarleyfis og greiðslna í slíku leyfi. Einnig frumvarp sem aflétti 15 prósenta hlutdeild sveitarfélaga við uppbyggingu hjúkrunarheimila sem nú verður alfarið á höndum ríkisins. Á sama tíma hefur félags- og húsnæðismálaráðherra hleypt af stað uppbyggingu hjúkrunarheimila á sex stöðum með hundruð rýma og er hvergi hætt. Frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um nýtt námsmat í grunnskólum sem mjög mikið hefur verið kallað eftir náði einnig fram að ganga. Einnig frumvarp innviðaráðherra um jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem felur í sér réttlátar breytingar og heildarendurskoðun á því kerfi. Stjórnarandstaðan stöðvaði margs konar réttarbætur En stjórnarandstöðunni tókst að koma í veg fyrir samþykkt níu annarra frumvarpa ráðherra Flokks fólksins. Þeirra á meðal er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum sem ætlað er að stórbæta réttindi leigjenda með skráningu allra leigusamninga og þaki á hækkun húsleigu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins fagna væntanlega þessum árangri af meti sínu í málþófi, vörn þeirra fyrir mörg ríkustu fyrirtæki landsins. Stoltastir hljóta þessir þingmenn hins vegar að vera með að hafa komið í veg fyrir löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá má ekki gleyma frumvarpi atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Það átti að tryggja að strandveiðar gætu staðið í 48 daga og með því hefði sú lagalega skylda verið tekin af Fiskistofu að stöðva veiðarnar þegar aflamarkinu væri náð. Þingmenn Framsóknarflokksins lýstu því yfir að þeir væru fylgjandi strandveiðum. Samt tóku þeir þátt í því með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins að koma í veg fyrir að frumvarpið næði fram að ganga. Í orði kveðnu sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfi sínu við Framsónarflokkinn og Vinstri græn brýnt að gera bragarbót á lagaumhverfi virkjanaframkvæmda. Engu að síður komu þeir í veg fyrir að frumvörp umhverfis- orku og loftslagsráðherra um einföldun og samræmingu leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála og að frumvarp um breytingar á raforkulögum næðu fram að ganga ásamt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar með hafa þessir þingmenn lagt stein í götu virkjanaframkvæmda. Meina ekkert með yfirlýsingum í útlendingamálum Í orði kveðnu segjast þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins styðja hertari löggjöf varðandi landamærin og hælisleitendur. Þeir sáu aftur á móti til þess að frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála sem veitti heimildir til að endurheimta ávinning af brotum yrði ekki að lögum. Sömuleiðis stoppaði stjórnarandstaðan frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga sem felur í sér afturköllun alþjóðlegrar verndar gerist hælisleitendur alvarlega brotlegir við lög. Það stendur því ekki steinn yfir steini í málflutningi stjórnarandstöðuflokkanna. Markmið þeirra voru skýr og margsinnis ítrekuð í rúmlega 3.000 ræðum og andsvörum og í viðræðum við stjórnarflokkanna um þinglok: Engu máli yrði hleypt í gegnum þingið nema ríkisstjórnin tæki veiðigjaldafrumvarpið af dagskrá eða legði fram í sínu nafni frumvarp sem stjórnarandstöðuflokkarnir kokkuðu upp eða fengu til sín frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Það frumvarp fól ekki í sér neinar kerfisbreytingar né staðfestingu á samkomulagi sem gert var eftir hrun bankanna um að 1/3 hagnaðar af fiskveiðum fari til ríkisins og 2/3 til útgerðanna. Þetta var skilyrði fyrir því að útgerðirnar fengju aftur til sín aflaheimildirnar eftir að þær urðu í raun tæknilega gjaldþrota vegna yfirveðsetningar eftir hrunið. Samkvæmt því frumvarpi sem stjórnarandstaðan bauð stjórnarflokkunum náðarsamlegast að leggja fram í sínu nafni yrðu engar kerfisbreytingar. Áfram yrði miðað við verð sem eigendur útgerða og vinnslu byggju til en veiðigjaldið hækkað örlítið í áföngum til margra ára. Þrátt fyrir allt málþóf og aðra tafaleiki stjórnarandstöðunnar samþykkti Alþingi engu að síður 35 stjórnarfrumvörp á þessum fyrstu fimm mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og ellefu þingsályktanir. Aðeins eitt þingmál var eftir í nefndum þingsins. Það er stórkostlegur árangur og ríkisstjórnin er rétt að byrja. Öll þingmálin sem ekki fengu afgreiðslu á vorþinginu verða lögð fram aftur þegar þing kemur saman á ný eftir átta vikur. Að auki má búast við að ríkisstjórnin leggi fram um eða yfir hundrað ný mál, því hún er staðráðin í að bæta hag almennings á öllum sviðum á sama tíma og ríkisfjármálin verða færð til betri vegar þannig að þau styðji við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hér er hlekkur á þau frumvörp sem voru tilbúin til loka afgreiðslu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn tóku Alþingi í gíslingu á síðustu fjórum vikunum fyrir frestun þingfunda. Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.