Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsin er þar ekki átt við eldgos, snjóflóð, sjávarháska og ógnina af loftslagsbreytingum heldur hernaðarlega ógn. Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir að eyða skuli 1,5% landsframleiðslu, jafngildi framlaga ríkisins til alls háskólastigsins, í varnartengd útgjöld. Utanríkisráðherra hóf kjörtímabilið á því að tala um fælingarmáttinn í veru herliðs hér á landi og von der Leyen talaði í vor fyrir 800 milljarða evra vígvæðingarpakka Evrópusambandsins sem miðar að því að efla hergagnaiðnað álfunar og byggja upp stórskotalið, drónasveima og loftvarnir. Komu von der Leyen hefur þegar verið mótmælt vegna glæpsamlegs aðgerðaleysis Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu og þá sérstaklega Gaza. En það er líka full ástæða til að standa gegn pressu Evrópuríkja á að Ísland taki þátt í vígvæðingarbrjálæði þeirra. Á síðasta Nató fundi samþykktu öll Evrópuríkin, sum þó með seimingi, að eyða 5% þjóðarframleiðslu í vígbúnað, upphæð sem er margföldun á núverandi útgjöldum og mun leggja velferðarmál í rúst og stoppa allann framgang í umhverfismálum. Þaðan kemur krafan um að Ísland auki við vígbúnað, axli meiri ábyrgð á eigin hervörnum og gefist upp á því að halda norðurslóðum utan við skylmingar stórveldanna. Evrópusambandið mun ekki koma okkur til bjargar ef að Ísland lendir á milli tannanna á Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína og það er ekkert í núverandi samningum sem skuldbindur Íslendinga til þess að eyða peningum í hernaðaruppbyggingu. Ísland ætti að einbeita sér að borgaralegum vörnum gegn nærtækustu ógninni sem að okkur steðjar, náttúruöflunum. Herveldi Evrópu og Norður-Ameríku geta borgað fyrir sína eigin heri. Ég beini því til forsætis- og utanríkisráðherra á fundinum í dag að þær standi fastar gegn kröfum um að Ísland sói meiri peningum í morðvopn og malbik fyrir þau. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Guttormur Þorsteinsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandsin er þar ekki átt við eldgos, snjóflóð, sjávarháska og ógnina af loftslagsbreytingum heldur hernaðarlega ógn. Forsætisráðherra hefur nýlega lýst því yfir að eyða skuli 1,5% landsframleiðslu, jafngildi framlaga ríkisins til alls háskólastigsins, í varnartengd útgjöld. Utanríkisráðherra hóf kjörtímabilið á því að tala um fælingarmáttinn í veru herliðs hér á landi og von der Leyen talaði í vor fyrir 800 milljarða evra vígvæðingarpakka Evrópusambandsins sem miðar að því að efla hergagnaiðnað álfunar og byggja upp stórskotalið, drónasveima og loftvarnir. Komu von der Leyen hefur þegar verið mótmælt vegna glæpsamlegs aðgerðaleysis Evrópusambandsins gagnvart þjóðarmorðinu í Palestínu og þá sérstaklega Gaza. En það er líka full ástæða til að standa gegn pressu Evrópuríkja á að Ísland taki þátt í vígvæðingarbrjálæði þeirra. Á síðasta Nató fundi samþykktu öll Evrópuríkin, sum þó með seimingi, að eyða 5% þjóðarframleiðslu í vígbúnað, upphæð sem er margföldun á núverandi útgjöldum og mun leggja velferðarmál í rúst og stoppa allann framgang í umhverfismálum. Þaðan kemur krafan um að Ísland auki við vígbúnað, axli meiri ábyrgð á eigin hervörnum og gefist upp á því að halda norðurslóðum utan við skylmingar stórveldanna. Evrópusambandið mun ekki koma okkur til bjargar ef að Ísland lendir á milli tannanna á Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína og það er ekkert í núverandi samningum sem skuldbindur Íslendinga til þess að eyða peningum í hernaðaruppbyggingu. Ísland ætti að einbeita sér að borgaralegum vörnum gegn nærtækustu ógninni sem að okkur steðjar, náttúruöflunum. Herveldi Evrópu og Norður-Ameríku geta borgað fyrir sína eigin heri. Ég beini því til forsætis- og utanríkisráðherra á fundinum í dag að þær standi fastar gegn kröfum um að Ísland sói meiri peningum í morðvopn og malbik fyrir þau. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun